Skírnir - 01.01.1944, Page 95
Skírnir
Yirgill
83
Fyrir augum skáldsins ummyndast Róm og verður að
guðlegri, lífi gæddri veru, dea Roma, Roma mater. Um
þetta sama leyti rís hetjusaga hins hrunda lýðveldis úr
gröf sögunnar á sagnaspjöldum Liviusar. Livius horfir
aftur, en Virgill sér í senn aftur í öróf alda og fram til
landa framtíðarinnar. Svo glæsilegt sem hlutverk Róma-
borgar hafði verið, þá beið hennar nú enn veglegra hlut-
skipti. Hin rómverska Ítalía skyldi verða ljósið á vegum
þeirra þjóða, er veldissproti hennar hafði snortið. Menn-
ingarhugsjón hinna latnesku þjóða var hér um allan ald-
ur vörðuð braut, fleyi hennar mörkuð stefna að yzta sjón-
hring. Þessa andlegu arfleifð keisaraveldisins eignaðist
svo síðar hin andlega háborg miðaldanna og kirkjunnar,
Róm páfanna.
Allur hinn merkilegi og langi valdatími Octavianusar
stefndi að því marki að afplána og bæta fyrir öld borgara-
styrjaldanna og bræðravíganna. En á allan hátt reyndi
hann að koma fram umbótunum á þann hátt, að svo virt-
ist sem hann reisti vald sitt á hinum gömlu stofnunum
lýðveldisins. Hann gætti þess vandlega að taka sér ekk-
ert það nafn, er bent gæti til þess, áð hann væri einræðis-
herra. Eftir sigurinn við Actium lagði hann niður öll
embætti sín og veitti öldungaráðinu og Rómalýð sín fornu
réttindi. í þakklætisskyni sæmdi ráðið hann tignarheitinu
Ágústus, sem á vora tungu þýðir hér um bil „hans há-
tign“, og undir því heiti hefur Octavianus síðan gengið.
Raunar var þetta valdaafsal hans aðeins táknræns eðlis.
Ráðið skynjaði það vitanlega þegar. í þágu friðarins var
það nauðsynlegt, að einn maður hefði yfirherstjórn. En
yfirstjórnandi hinna rómversku hersveita hlaut að vera
raunverulegur húsbóndi rómverska ríkisins. Þótt Ágústus
væri þannig í Róm aðeins princeps, fremstur á meðal
jafningja, þá var samt í einu og öllu nákvæmlega eftir
óskum hans farið, og öðlaðist hann þannig miklu víðtæk-
ara vald heldur en þótt hann hefði opinberlega tekið sér
nafn einræðisherra eða konungs. '
Þessi yfirlætislausi, starfsami eljumaður barst lítt á.
6*