Skírnir - 01.01.1944, Side 97
Skírnir
Virgill
85
ávaxta þessa heims gæða í sem ríkustum mæli, heldur
jókst og allri andlegri starfsemi ásmegin. Rómverjar
námu á einum mannsaldri tungu sinni ný lönd í heimi
andans. Hver bókmenntagreinin af annarri á meðal
Grikkja er leidd til sætis í hofi latínunnar. Allar torfærur
hinnar lítt tömdu tungu eru brúaðar í skyndi. Catullus og
vinir hans föndruðu við að sverfa og fága dýrindis smá-
djásn í ljóðrænum augnablikstjáningum, tömdu sér að
hnitmiða hárfínum smáskeytum sínum, svo að þau hæfðu
beint í mark þeirrar hugsunar, er fyrir þeim vakti hverju
sinni. Snillingurinn Lucretius gerðist höfundur „hexa-
metursins“ latneska, hinnar sexliða braglínu. Og þó var
sem hin stórbrotna hugsun hans dunaði þar á flúðum eða
flæddi yfir bakka. Enn skorti hina sexliða braglínu mýkt,
hljómfylling, yndisþokka hrynjandinnar og hið sviflétta
dansspor, er aldrei fataðist í djörfustu tilþrifum mann-
legs þanka. Hana skorti enn þá tign og hljómfegurð, er
gerði hana að sjálfri raust drottningar heimsins, Rómar.
En einmitt þá kemur hinn kjörni snillingur fram, Virgill.
Ýmsum getum hefur að því verið leitt, af hvaða kyn-
þætti Virgill muni runninn. Eitt er víst, að skáldið, sem
söng hin miklu hetjuljóð Rómaveldis, var eigi Rómverji.
Er fyrst fara sögur af Mantúuborg, er hún etrúrsk, ein af
styrktarstoðum hins forna borgasambands Etrúra. Virð-
ist meginþorri íbúa hennar og nágrennis hafa verið kom-
inn af þessari gáfuðu þjóð, er á ýmsan hátt er við riðin
hina torráðnu fornöld ítalíu. Víkur og skáldið sjálft á
einum stað hetjuljóða sinna með stolti að þessari frægðar-
þjóð. Hitt er og vitað, að mikill hluti íbúanna í Gallíu
Cisalpínu voru Keltar, svo sem af nafninu Gallíu má ráða.
Hafa sumir þótzt geta rakið nöfnin Virgilius og Maro til
stofna í keltnesku máli, þótt rök fyrir því virðist hæpin.
Enn aðrir hafa viljað telja sig færa um að leiða líkur að
keltnesku ætterni Virgils eða jafnvel sanna það með anda
þeim, sem í ljóðum hans birtist. Loks hefur málfræðingur
einn, Macrobius, er uppi var um 400, talið Virgil vera af
Venetakyni. Aldrei var Mantúa innan endimarka Veneta,