Skírnir - 01.01.1944, Síða 98
86
Jón Gíslason
Skírnir
þótt eigi væri hún langt frá vesturtakmörkum þeirra.
Hefur Macrobius þessa vitneskju frá einhverri ókunnri
heimild um ætt Virgils. Sé eitthvað hæft í henni, þá mundi
Virgill sem Venetar sennilega af illýrsku kyni, í ættar-
tengslum við Slafa. Allt eru þetta rakalausar getgátur. Ef
nokkuð mætti af þeim ráða, þá er það helzt það, að bland-
að blóð hafi runnið honum í æðum. Var og næsta viðeig-
andi, að náttúran byggi svo úr garði skáldið, sem kveða
skyldi sundurlausa kynþáttu Ítalíuskaga saman í einhuga
þjóð. Er Virgill var rúmlega þrjátíu ára að aldri, kom út
hið fyrsta þeirra þriggja rita, sem skáldfrægð hans hvílir
á. Það var safn tíu kvæða í stíl hjarðsveinaljóða, svo sem
áður segir, með Sikileyjarskáldið gríska, Þeokrítos, að
fyrirmynd. Safn þetta nefnist Bucolica, en hvert ljóð fyrir
sig ecloga. Orðið Bucolica er dregið af gríska orðinu ,,bú-
kolos“, sem þýðir smali. Bucolica er þá með réttu nafn á
þeim ljóðum, sem efni sitt sækja í líf smala og guðsgræna
náttúru, hið eiginlega umhverfi þeirra. Hitt nafnið, ec-
loga, er og úr grísku komið og þýðir lítið úrvalsljóð. Eng-
inn vafi er á, að þetta safn er ekki frumsmíð viðvanings.
Þegar í æsku hafði Virgill hlýtt kalli ljóðadísarinnar í
hinum norður-ítölsku heimkynnum sínum, enda spruttu
þar um líkt leyti upp ýmis helztu skáld samtíðarinnar.
Catullus var þaðan. Virgill kemur til Rómar árið, sem
ljóð Catulls koma út. Quintilius Varus var frá Cremónu,
vinur Catulls og síðar Virgils og Hórazar. Fleiri mætti
telja. Til er og safn æskuljóða Virgils, sem út kom skömmu
eftir dauða skáldsins. Þótt fræðimenn greini mjög á um,
hvort þau ljóð séu öll rétt feðruð, má ugglaust telja, að
eitthvað af þeim sé eftir Virgil, er hann var enn á unga
aldri.
Catullus og vinir hans höfðu einkum lagt sig eftir að
yrkja smáljóð, fullkomin að formi, hnitmiðuð að hugsun,
allt í stíl og anda þeirra liststefna, sem einkum höfðu
blómgazt í Alexandríu á síð-hellensku tímunum. í þessum
anda hefur Virgill hafið skáldbraut sína. Var það og
ákjósanlegur skóli hinum upprennandi skáldsnilling, sem