Skírnir - 01.01.1944, Síða 99
Skírnir
Virgill
87
kjörinn var til stærri viðfangsefna, aS hafa áður vanizt
ströngustu fágun smæstu atriða. Að svanurinn frá Man-
túu hafi verið fullfleygur um þrítugt, um það ber ljóða-
safnið Bucolica órækan vott. Þetta var nýjung í latnesk-
um bókmenntum. Ljóð í þessum stíl höfðu eigi áður ort
verið á latínu. Þótt Þeokrítos sé fyrirmyndin, sveigir
Virgill anda ljóðanna inn á óvæntar, persónulegar braut-
ir. Hinn ímyndaði heimur hjarðsveinanna endurspeglar
hans eigið líf og reynslu; örlagaáföllin, sem hann beið,
vináttan og verndin, er hann naut, hljóta hér skáldlega
túlkun í gervi smalanna. í niðurröðun ljóðanna kemur
strax fram atriði, sem gengur eins og rauður þráður í
gegnum allan stíl Virgils: samræmd og hnitmiðuð fjöl-
breytni eða tilbrigði. I fyrsta, þriðja, fimmta, sjöunda og
níunda ljóðinu eru leikræn samtöl í ítölsku umhverfi. Hins
vegar er annað, fjórða, sjötta, áttunda og tíunda ljóð eigi
staðfærð sérstaklega. Annað, fjórða og tíunda ljóð eru
eintöl, hið sjötta er aðallega samfellt Ijóð, hið áttunda
eru tvö samkeppnisljóð.
í ljóðum þessum dregur skáldið upp myndir úr sveita-
lífi: Hjarðmenn halda nautum sínum og geitum til beit-
ar, ríða körfur, leika á hljóðpípur sínar og syngja, elska
og hata, fagna og hryggjast, allt eftir duttlungum hinnar
elskuðu. Umhverfið er faðmur sveitarinnar, á bakka lækj-
arins, í skugga álmviðarins. Er hjörðin gæðir sér á græn-
gresinu eða laufi trjánna í kring, trúir einmana smalinn
vindinum fyrir harmtölum sínum. Fundum tveggja keppi-
nauta í ástum og skáldskap ber saman. Stríðni og kerskni
leiða til áskorana í söngvakeppni. Verðlaunum er heitið,
einni skepnu úr hjörðinni. Vinsamlegri keppni á sér einn-
ig stað. Gamli skálkurinn lætur undan þrábeiðni hins
yngra um að flytja ljóð sín, sá yngri fær þá loks dirfð til
að flytja sitt ljóð.
Ljóð þessi eiga ýmist að vera undirbúnir söngvar eða
hraðbergshendingar tvær eða fjórar. Hinn síðari verður
að grípa upp efnið, sem hinn fyrri hefur að vikið, og gera
því einhver betri skil. Yrkisefnin eru flest úr daglegu lífi,