Skírnir - 01.01.1944, Síða 103
Skírnir
Virgill
91
Salve magna parens frugum, Saturnia tellus,
magna virum.
„Heill þér mikla foreldri ávaxtanna, Satúrnsfold, og
hraustra drengja".
Bóndann, skepnurnar, fuglana, býflugurnar, trén, blóm-
in, allt umvefur skáldið sinni mildu og djúpu samúð.
Engan veginn einblínir Virgill þó á hinar björtu hliðar
einar, heldur er snilld hans eigi sízt í því fólgin að dreifa
af næmri eðlishvöt listamannsins ljósi og skugga. Hann
lítur með sorgblöndnum skilningi hið látlausa strit, veik-
indi, fár og mótlæti bæði í ríki dýra og manna. Málið allt
angar af þeirri göfgi, sem hann gaf fyrirheit um með
Bucolica. I örfáum orðum rísa upp lifandi myndir:
Flumina antiquos subter labentia muros,
fljót, fossandi fram við rætur fornra borgarmúra, eða þá
svanir hvítir sem snjór, er leika á iðjagrænum árbakka:
niveos herboso flumine cycnos.
En Virgill er meira en stílsnillingur, hann er einnig
djúphyggjumaður. Hann dáir spekinginn Lucretius, sem
fyrstur túlkaði heimspeki Epíkúrs á latínu, hann, „sem
kannað hefur leyndardóma náttúrunnar og komið hefur
á kné hvers konar ótta, hinum miskunnarlausu forlögum
og dynjanda hins gráðuga feigðarfljóts“:
Felix qui potuit rerum cognoscere causas,
atque metus omnes et inexorabile fatum
subiecit pedibus strepitumque Acherontis avari.
En jafnan leiðir samúðin hann að störfum hins stritandi
manns. Hér er húsfreyjan við arin og vef:
Interea longum cantu solata laborem
arguto coniunx percurrit pectine telas,
aut dulcis musti Volcano decoquit umorem
et foliis undam trepidi despumat aheni.
At rubicunda Ceres medio succiditur aestu,
et medio tostas aestu terit area fruges.
„En um leið og húsfreyjan lætur sönginn létta sér hið
langa strit, knýr hún hina hvinmiklu skeið um vefinn eða