Skírnir - 01.01.1944, Page 104
92
Jón Gíslason
Skírnir
sýður á eldi lög hins sæta musts og fleytir með laufblöð-
um ofan af öldu hins sjóðandi eirketils. Hið rauðleita
korn er hins vegar slegið í hádegishitanum og í hádegis-
hitanum er það, skrælþurrt, troðið í þreskiláfanum."
í Georgica ríkir ekki hin himneska gullöld, sem lýst var
í Messíasarljóðinu í Bucolica. Skáldið sniðgengur ekki
mannlegt böl né þann sannleik, að „öll skepnan stynur“.
Undiralda þunglyndis dunar víða í eyrum, er skáldið
íhugar hlutskipti hinna skammlífu manna. En þrátt fyrir
allt leikur þó vorhugur og þróttur um þessa lofgerð til
jarðarinnar og fólksins, sem hana erjar. Betri kveðju en
Georgica Virgils hefur Ágústus tæplega getað vænzt að
fá frá fósturjörðinni, er hann árið 29 f. Kr. b. snéri loks
heim sem friðarhöfðingi úr sigursælum úrslitaþætti hild-
arleiksins um örlög Rómaveldis. Skiptust þeir Virgill og
Maecenas á um að lesa ljóðin fyrir hinn sigursæla þjóð-
höfðingja.
Nú mátti öllum Ijóst vera, að hér var risið upp skáld,
sem treystandi var til að reisa í hetjuljóðum vita við
straumröst hinna miklu tímamóta í Rómverjasögu, vita,
sem lýsti bæði aftur á myrkan útsæ fornaldar og fortíðar
og varpaði skærri ljósrák inn á þokusveipaðar siglinga-
leiðir framtíðarinnar. Mjög snemma á skáldbrautinni
mun að Virgli hafa hvarflað sú hugsun að yrkja rómversk
söguljóð. Þess sést vottur á stöku stað í fyrri ljóðum hans,
bæði Bucolica (6. 3) og Georgica (3. 46). Nú var hin
heillavænlega stund upp runnin. Róstur aldaskiptanna
hafði lægt, nýtt tímabil velgengni í skjóli friðar og rétt-
lætis virtist framundan. Tilraunir til að yrkja söguljóð
höfðu áður verið gerðar á latínu. En Annálar Enniusar
og Púnverjastríð Naeviusar höfðu í rauninni fremur ver-
ið rímaðar árbækur en eiginleg skáldrit, þótt þessir fornu
sagnamenn hefðu víða sýnt tilþrif um orðkynngi og karl-
mannlega hugsun. Virgill hvarf góðu heilli frá því að
yrkja sín hetjuljóð um hernaðarafrek Ágústusar. Hann