Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 105
Skírnir
Virgill
93
tók þann kost að sækja efnið í goðsagnir um fyrsta upp-
haf Rómverja. Þar í hálfrökkri forneskjunnar gafst sköp-
unarmætti skáldsins svigrúm til að vekja skugga sagn-
anna af dvala og skipa þeim fram á sjónarsviðið eftir
reglum listar sinnar. Efni þessara söguljóða Virgils,
Eneasarkviðu, er þannig í aðaldráttum: Eneasi frá
Tróju, syni tignarmannsins Ankísesar og Venusar ásta-
gyðju, verður undankomu auðið úr eyðingu borgarinnar
ásamt háöldruðum föður sínum, ungum syni og húsgoð-
um Tróju. Hyggst hann reisa nýja borg að tilvísan guð-
anna. En gyðjan Júnó ofsækir hann og flæmir af réttri
leið, af því að hún er uppfull afbrýði til Venusar, móður
hans. Eneas lendir í miklum hrakningum og ratar í ýmsar
raunir, unz hann bíður skipbrot við strendur Karþagó-
borgar. Á hann þar góðum viðtökum að fagna hjá drottn-
ingu borgarinnar, Dídó. Fella þau brátt hugi saman, en
að boði guðanna verður Eneas að hverfa á braut. Verður
Dídó þá gripin ofurharmi, lætur hlaða sér bálköst, stígur
þar á og ferst í eldslogunum. Eneas kemst loks til ftalíu,
heyr þar harðar orustur, en ber þó að lokum sigur úr být-
um. Gengur hann að eiga dóttur Latinusar konungs og
stofnar borgina Lavinium. Eftir hann ríkir sonur hans,
Ascanius eða Iulus, sem reisti Alba Longa. Hans afkom-
endur voru Numitor, Romulus og gens Julia, ætt Caesars
og Ágústusar.
Við þetta viðfangsefni gafst Virgli tækifæri til að taka
til skáldlegrar meðferðar öll beztu hugðarefni sín. Hér
var haslaður völlur rómverskum þjóðarmetnaði og ítalskri
föðurlandsást, töfrum sögu og fornfræði, hér var skeið-
völlur ævintýrafrásagna og næmra lýsinga á mannlegum
tilfinningum. Hér gátu dýrlegar framtíðarvonir sprottið
af rótum fyrirheita, sem fortíðin hafði gefið um ætlunar-
verk Rómaveldis. Hér var kjörinn vettvangur dýpstu
hugsana hans um líf og dauða, örlög manna og sköp.
Þó hraus skáldinu stundum hugur við þeirri raun, er
hann hafði í fang færzt. Má m. a. ráða það af bréfi hans
til Ágústusar, er hann ritaði árið 25 f. Kr. b. Ágústus