Skírnir - 01.01.1944, Page 106
94
Jón Gíslason
Skírnir
hafði beSið hann að senda sér sýnishorn af Eneasar-
kviðu. Virgill svarar þá: De Aenea quidem meo, si meher-
cle iam dignum auribus haberem tuis, libenter mitterem,
sed tanta inchoata res est, ut paene vitio mentis opus in-
gressus mihi videar, cum praesertim, ut scis, alia quoque
studia ad id opus multoque potiora impertiar. — Honum
virðist sem hann hafi verið nær af göflunum genginn að
ráðast í þetta verk.
Erfiðleikarnir, sem sigrast varð á, voru líka miklir,
viðfangsefnin margvísleg og sundurleit. Hér urðu þjóð-
leg hetjuljóð í þess orðs fyllstu merkingu að rísa af
grunni. Hetjur fyrri tíma urðu að líða fyrir sjónir les-
andanum í prúðri fylking, rómverskar dyggðir að taka á
sig skýra mynd í glæsilegum fordæmum feðranna, og loks
varð að koma skýrt fram, að fjöregg Rómar og veldis
hennar væri samruni borgarinnar og Italíu. Hins vegar
varð að mynda brú yfir í lönd grískrar andagiftar og
snilli, þótt um leið væri sýnt, að þjóðirnar væru af ólík-
um, já, andstæðum ættum komnar, og guðleg forsjón hefði
frá upphafi vega kjörið Rómverja til yfirdrottnunar. Þá
varð hið afdrifaríka einvígi við Karþagó og Púnverja að
skipa veglegan sess í hinni miklu myndasýningu. Hér urðu
menn og konur að taka á sig hetjusvip harmleikanna, þótt
gleði og sorgir mennskra tilfinninga syllu þeim í barmi.
Hugsjónir hins nýja þjóðhöfðingja Rómverja urðu að
tala skýru máli, hugsjónir um frið og réttlæti, þróun og
endursköpun, skipulag og frelsi, viðleitni hans að stuðla
að þjóðlegri endurnýjun fyrir styrk frá exempla maior-
um, fordæmi feðranna, að hann léti allt lúta þessu háleita
markmiði, en stæðist allar freistingar og sneiddi hjá lysti-
semdum holdsins.
Að lokum hugðist skáldið hækka flugið að hliðum hins
ósýnilega heims og draga tjaldið frá sviði framtíðarinnar.
Þráðum örlaganna skyldi skeytt við sjálfan lögmálsvef
náftúrunnar og rýnt í hinztu rök hinnar leyndardómsfullu
forsjónar.
Eitthvað þessu líkt mun hafa fyrir skáldinu vakað, er