Skírnir - 01.01.1944, Síða 107
Skírnir
Virgill
95
það hóf að yrkja Eneasarkviðu, og þótt Virgill dæi, áður
en henni væri fulllokið, varð hún samt það, sem henni var
ætlað að vera, lifandi raust borgarinnar eilífu.
Einn hinna fornu málfræðinga og ritskýrenda, Donatus,
sem áður var að vikið, flytur oss þá vitneskju um vinnu-
brögð Virgils við Eneasarkviðu, að hann hafi fyrst gert
frumdrög hinna tólf bóka kviðunnar í óbundnu máli. Hafi
hann síðan eigi ort bækurnar í réttri röð, heldur gripið
þar niður, er andinn bauð hverju sinni. í höndum hins
víðlesna og hálærða skáldspekings urðu þessi söguljóð
sem safngler, er drógu saman í einn brennidepil allt hið
margþætta hugsana- og listastarf fornaldar. I hinni miklu
hljómkviðu runnu saman raddir allra mestu skálda og
hugsuða fyrri alda: Æskuólmur kynngikraftur Hómers-
ljóða, goðkunnug vizka Hesíods, háleitur sorgaróður
harmleikaskáldanna, hefluð hagleiksgáfa hinna sálskyggnu
Alexandríuskálda, heiðrík þekkingargleði Lucretiusar og
mergjaðir stuðlar úr stefjum fornskáldanna latnesku. Og
loks hafa heimspekingarnir allir veitt lindum sinnar vizku
um hinn litfríða ljóðagróður kviðunnar.
1 miðþætti Eneasarkviðu, 6. bók, berst hinn mikli sjón-
leikur út fyrir takmörk tíma og rúms. Eftir margvíslega
hrakninga, sem raktir hafa verið í fyrri hluta verksins
(og samsvara því að efni til Ódysseifskviðu Hómers),
lendir Eneas loks í Cumae á Ítalíu. Undir leiðsögn völv-
unnar þar og með „hina gullnu grein“ að skilríki heldur
hann inn í annan heim. Hann stígur niður í hin leyndar-
dómsfullu svið undir jörðinni. Fortíð jafnt sem framtíð
líða honum fyrir augu. Hann sér dauðra byggðir og heim
þeirra, sem enn eru eigi á jarðríki fæddir. Hann fer yfir
Óminnisfljótið og leggur leið sína um Völlu sorgarinnar.
Hann stendur augliti til auglitis við dóm yfir dauðum og
fær hugmynd um víti og refsingar þar. Áður en hann
heldur inn í Elysium, Ódáinsland, þar sem andi föður
hans veitir honum viðtökur, leggur hann af sér „hina
gullnu grein“. Faðir hans útskýrir fyrir honum hringrás
örlaganna og opnar honum leyndardóma ódauðleikans,