Skírnir - 01.01.1944, Síða 111
Bjarni Villijálmsson
Nýyrði í Stjömufræði IJrsins
Vorið 1842, síðara hluta maímánaðar, kom út frá Við-
eyjarklaustri „Stjömufræði, létt og handa alþýðu, eftir
dr. G. F. Ursin, stjörnuspeking og háskólakennara; Jónas
Hallgrímsson íslenzkaði."
Fimm árum áður, árið 1837, kom út á dönsku bók, sem
hét Populært Foredrag over Astronomien. Höfundurinn,
dr. Georg Frederik Ursin, var fæddur árið 1797 og dó árið
1849. Hann var stærðfræðingur og stjörnufræðingur,
„observator" í stjörnuturninum í Kaupmannahöfn og
prófessor við Kunstakademiet síðustu 22 ár ævinnar.
Hann hélt og alþýðlega fyrirlestra um stjörnufræði, og
bók sú, sem hér um ræðir, er samin upp úr þeim. íslenzk-
um menntamönnum hefur verið Ursin allkunnur, því að
hann samdi fjölda kennslubóka í stærðfræðisgreinum, og
voru sumar þeirra notaðar í Bessastaðaskóla.1)
Jónas Hallgrímsson, sem um þessar mundir dvaldist í
Kaupmannahöfn og lagði aðallega stund á náttúrufræði,
hefur efalaust kynnzt bókinni, um leið og hún kom út, og
jafnvel hlýtt á fyrirlestrana. Ekki sjást þess þó nein
merki, að hann hafi ákveðið að snúa henni á íslenzku,
fyrr en eftir að hann kom heim til Islands (18. júní 1839).
Næsta vetur er Jónas í Reykjavík, og 4. marz 1840 skrifar
hann vinum sínum Brynjólfi og Konráði: „. . . Ég er
ofur-lasinn og hef verið það, rétt að kalla síðan ég kom
hingað suður, snemma í nóvember . . . Annarhvor ykkar
eða báðir verðið að spyrja Ursin að, hvort fáanleg séu
hjá honum „Aftryk“ af töflum hans við hans ,,Pop[ulært]
1) Sjá P. E, Ólason: Jón Sigurðsson I, 107.
rj*