Skírnir - 01.01.1944, Page 112
100
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
Foredrag over Astronomien“ til að nota við ísl[enzka]
útl[eggingu] og hvað þau myndu kosta, og láta mig svo
vita; og bókina sjálfa þyrfti ég að fá, K[onráð] ! . . .
Aldrei hefur mig langað eins mikið og núna að gera eitt-
hvað; svona er maðurinn!"1)
Þetta er í fyrsta skipti, sem Jónas minnist á stjörnu-
fræðina í bréfum sínum. Má ráða af orðunum, að hann
hafi ekki, þegar hann fór frá Höfn, ákveðið að þýða bók-
ina og fá hana gefna út á íslenzku. A. m. k. hefur hann
ekki verið búinn að gera þær ráðstafanir, sem nauðsyn-
legar voru til þess, að það mætti verða.
Sennilega hefur útgefandinn verið ráðinn, er bréfið var
skrifað, því að vart hefði Jónas annars farið að gera þess-
ar ráðstafanir, enda er boðsbréf sent út um landið önd-
vert sumar sama ár (dags. 24. júní 1840). Er það Ólafur
Stephensen, sem undir boðsbréfið ritar. Hefur hann tek-
izt á hendur að gefa bókina út, þótt hann félli frá því síð-
ar og aðrir tækju við. En Jónas hefur bersýnilega samið
boðsbréfið, allt nema niðurlag þess.2)
Konráð sendir Jónasi eintak af danska texta stjörnu-
fræðinnar í maí 1840, og Brynjólfur tjáir honum, að töfl-
urnar séu honum heimilar.3)
Síðan verður ekki séð, hvað bókinni líður, fyrr en í
janúarmánuði 1842. Þá gerir Jónas samning við Helga
prentara Helgason í Viðey o. fl. um að „íslenzka bók þá,
er heitir Populært Foredrag over Astronomien af G. F.
Ursin, Prof.“.4) Mér virðist þó, að samningur þessi sé
eldri, líklega í upphafi gerður milli Ólafs Stephensens og
Jónasar, en aðeins breytt dagsetningu og nafni annars
samningsaðilans. Ef þessi grunur minn er réttur, verða
miklu skiljanlegri og eðlilegri eftirfarandi málsgreinar í
samningnum: „Handritið á að vera búið til prentunar
1) Rit II, 35—36.
2) Sjá Rit II, 270 og 420.
3) Rit II, 350.
4) Rit II, 270—71.