Skírnir - 01.01.1944, Page 114
102
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
drag kemur úr prentsmiðjunni í þessum mánuði; hún held
ég hafi tekizt nógu vel."1)
Af þessum ummælum Jónasar og ýmsum atriðum í bók-
inni sjálfri er bert, að ekki er um stranga þýðingu að
ræða, heldur mun Jónas hafa hagrætt efninu eins og hon-
um hefur þótt bezt henta.
Nærri má geta, að á þessum tímum hafa verið talsverð
vandkvæði á því að þýða eða semja á íslenzku bók eins og
þá, sem hér um ræðir. Málið var lítt tamið við þessi fræði
og skorti orð um fjölda hugtaka, sem skapazt höfðu á síð-
ustu öldum, þegar hver uppgötvunin annarri mikilvægari
var gerð á sviði náttúruvísindanna. Fram yfir miðja 18.
öld má heita, að lítið sem ekkert hafi verið ritað á íslenzku
um margar aldir í lausu máli annað en guðsorðarit, sögu-
rit og nokkuð um lögfræði. En þegar kemur fram á síðara
hluta 18. aldar, verða miklar breytingar í þessum efnum.
Þá er hafizt handa um útgáfu fjölbreyttari fróðleiksrita
í anda upplýsingarstefnunnar, og um leið fær málið ný
efni til að spreyta sig á. Um sama leyti kemur fram mál-
vöndunar- og málhreinsunarstefna, sem er mikill þáttur
í þjóðlegri vakningarstarfsemi um daga Eggerts Ólafs-
sonar. Þó að starf hans og fylgifiska hans væri ekki alltaf
frjótt, verður ekki annað sagt en stefnan hafi komið fram
í fyllingu tímans, einmitt þegar farið var að rita meira
um erlend og ókunnug efni á tungunni. Hreint íslenzkt
mál varð kjörorð Eggerts. Að vísu er mál hans sjálfs <
óþjált, tilgerðarlegt og alls ekki „hreint“. í eyrum nú-
tíðarmanna lætur sumt af því helzt sem skopstæling á
fornu máli. Og ekki voru þeir betri sumir, sem fetuðu í
fótspor hans. Greinileg vegleiðsla til talnalistarinnar heit-
ir bók, sem Clafur Olavius gaf út árið 1780. Verður henni
varla betur lýst en með orðum Magnúsar Stephensens:
„Man har endog erholdet en næsten uforstaaelig islandsk
1) Eit II, 134.