Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 115
Skímir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
103
Lærebog for Ungdommen i Arithmetik, udgiven 1780, i et
med de sælsommeste Archaismer og selvskabte unaturlige
m0rke Figurer heel igjennem opfyldt latterligt Sprog, hvis
Mage Oldtiden neppe vil kunne opvise."1) Magnús segir
ekki ofsögum af afkáraskapnum í rithætti Ólafs, eins og
eftirfarandi sýnishorn ber með sér: „Um ræðuskap mitt
í verklingnum þá skalat nokkurr vænta her blómsturligr-
ar mælsku; eg hafða of annat at hirða. Og lætk vel farit,
se þat eigi verzt eitthvert á leirölldu þessari íslendskunn-
ar.“2) Á þvílíku máli er öll bókin. — í sömu ógöngum
lenti og kveðskapurinn stundum, þó að honum væri ekki
eins mikil hætta búin. Bezta dæmi þess er líklega kvæði
eftir Jón Johnsonius, íslandsvaka, sem birtist í I. bindi
Lærdómslistafélagsritanna, bls. 201—255. Þessi langloka
er svo tyrfin, að skýringar eru með hverri vísu, lengri en
vísan sjálf. Við slíkan kveðskap — og e. t. v. einmitt þetta
kvæði — mun Magnús Stephensen eiga, þar sem hann
segir í beinu framhaldi af því, sem tilfært er hér rétt að
framan: „Og man har nye Sange, mod hvilkes Mþrke den
Sæmundinske Eddas Sange blive lutter Lys.“
En þó að fornaldardýrkun þessara tíma leiddi menn
oft út á villigötur, verður því ekki neitað, að margir þess-
ara manna unnu merkilegt starf. Meginatriði stefnu þeirra
standa óhögguð. Þeir lity svo á, að íslenzkan ætti að vera
ómenguð, en auðgast þó, og þeir treystu því, að hún gæti
verið það, ef vel væri á haldið. Eftir þeirra dag lætur sér
enginn annað til hugar koma.
í ritum Lærdómslistafélagsins er svipuðum augum á
þessi mál litið. í lögum þess er tekið fram, að félagið
skuli gera sér far um að vanda málið á ritum sínum og
forðast útlend orð og málsáhrif. Ef íslenzkan á ekki orð
um það, sem um er ritað, á að mynda nýyrði.3)
Ekki verður annað sagt en að þeir, sem að ritunum
1) Mag-nús Stephensen: Island i det attende Aarhundrede, Khöfn
1808, bls. 184.
2) Formáli, bls. XXV. Stafsetningu höfundar haldið.
3) Sjá Ens íslenzka Lærdómslistafélags skrá, Kh. 1780, 5.-7. gr.