Skírnir - 01.01.1944, Page 116
104
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
stóSu, hafi sýnt fulla viSleitni á aS framkvæma þetta at-
riSi stefnuskrárinnar. FurSanlega góS íslenzka er á ritun-
um og mörg sæmileg nýyrSi gjörS, þó aS fæst þeirra hafi
haldizt í málinu. AuSvitaS eru þar samt margar slettur og
dönskuskotiS málfar, einkum orSa röS og setninga, og
hvergi er máliS fágaS.
Allmargar og langar ritgjörSir, þýddar og aS sumu
leyti frumsamdar, eru þar um náttúrufræSi og eSlisfræSi.
Hef ég fariS yfir þær og einkum athugaS í þeim orS um
ýmis fræSileg hugtök. VerSur oft vitnaS í þessar ritgjörS-
ir, þegar nýyrSi í StjörnufræSi Ursins verSa tekin til
meSferSar. Greinar þær, sem ég hef athugaS, eru þessar:
Um þær einföldustu grunnmaskínur (II, 1—29; V, 190
—201; VI, 1—19; VIII, 179—192).
Teikn til veðráttufars af sólu, tungli og stjörnum, lofti,
jörSu, vatni og dýrum (samanlesin úr þýzkum og fleirum
skrifum) VIII, 109—150.
Um skálavigt (IX, 263—277).
Um reiðslur og pundara (X, 161—174). — Allar þessar
ritgjörSir eru eftir Stefán Bjömsson.
Dr. Anton Friderich Buschings undirvísan í náttúru-
historíunni fyrir þá, sem annaShvort alls ekkert eSur lítiS
vita af henni. Snúin á íslenzku af GuSmundi Þorgríms-
syni. (II, 231—262; III, 28—51; V, 1—32; X, 61—123;
XIII, 1—84.)
Sveinn Pálsson íslenzkaSi þann hlutann, sem er í XIII.
bindinu.
AnnaS eftir Svein Pálsson:
Um kalkverkun á íslandi (IX, 91—143).
Prófessor Thorbern Bergmanns rit: Um þá organisku
eður lifandi hluti á jarðarhnettinum (X, 175—264; Sveinn
Pálsson íslenzkaSi).
Jón Jónsson (yngri, kapellán til Grundar og MöSruvalla
í EyjafirSi):
Um vallarmál (IX, 24—90). Enn fremur er ritgerS eft-
ir Stefán Björnsson: Nokkur viðurauki lagður til hug-
vekjunnar Um vallarmál (XIII, 251—278).