Skírnir - 01.01.1944, Side 117
Skímir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
105
Magnús Stephensen:
Um meteora eður veðráttufar, loftsjónir og aðra nátt-
úrlega tilburði á sjó og landi (III, 122—192).
Rétt er að minnast hér á formála BenecLikts Gröndals
eldra fyrir þýðingu hans á Musteri mannorðsins eftir
Alexander Pope, en upphaf hennar birtist í X. bindi rit-
anna. Þó að ummæli hans þar eigi við Ijóðaþýðingar, benda
þau mjög vel fram til þess, er síðar varð um þýðingar í
lausu máli og yfirleitt um meðferð íslenzks ritmáls. Hann
velur sér tiltölulega léttan bragarhátt, svo að hann freist-
ist síður til að „brúka vandskilin orð og aðra kraftlausa
hortittu . . . einungis til uppfyllingar“. Enn segir hann:
„Eg hefi kappkostað eftir skyldu minni að vera í þessari
útleggingu svo Ijós og auðskilinn sem eg kunni bezt og að
hitta meðalveginn millum afgamals orðaprjáls og alltof
lítilfjörligra alþýðutalshátta, er hvergi skarta vel“ (bls.
286—287). — Einmitt þetta gerist á 19. öldinni, þegar
hornsteinninn er lagður að hinu nýja ritmáli. Þá er leitað
til kjarngóðs alþýðumáls, en þó ekki misst sjónar af máli
og stíl fornsagnanna.
Magnúsi Stephensen, sem löngum hefur sætt miklu
ámæli fyrir skilningsleysi á þjóðleg verðmæti, að sumu
leyti með réttu, var þó vel ljóst, að tungan var þjóðinni
dýrmætur menningararfur. Einn kafli í bók hans Island
i det attende Aarhundrede fjallar um íslenzkt mál (bls.
179—185). Segir hann þar, að íslenzka þjóðin megi vera
hreykin af því að hafa varðveitt tunguna næstum óbreytta
frá öndverðu. En honum finnst, að hún þurfi að auðgast
að orðum um ýmis hugtök, sem hin nýju vísindi hafi skap-
að: „Det maa ellers naturligen flyde af Videnskabernes
forskjelligeGrenes, ja, Næringernes bedre og mangehaande
Uddyrkning, Udvidelse og Mangfoldiggjþrelse i de senere
Tider fremfor i de ældre, at Beskrivelser og Skrivter i hine
nu maa beriges med passende, endskjþndt nydannede Be-
nævnelser, analogisk og etymologisk overeenstemmende
med Sprogets Natur; men — saaledes blive disse kun en
sand Vinding for Sproget, som derved bliver sat i Stand