Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 118
106
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
til, uden Laan fra Fremmede, at udtrykke, beskrive og for-
klare alt ligesaa skj0nt, som naturligen med sig selv pas-
sende. Hvor vilde man ellers, ved blot at indskrænke sig til
de gamle Sagars Fattigdom paa Ord, for vore Tiders philo-
sophiske, physiske . . . samt for Handelens Videnskaber
med de under samme h0rende mange f0r aldeles ukjendte
Productioner . . . kunne videre udtrykke sig, og blive for-
staaelig, uden Latter?“ Hann segir og, að engin ástæða
sé til að óttast um afdrif málsins, þó að það taki breyt-
ingum og lagi sig eftir þörfum tímanna, en fer hörðum
orðum um þá menn, sem „finde ikke Smag i noget andet
end Archaismer“.
Magnús var vel menntaður í náttúrufræði og hafði mik-
inn áhuga á henni. Liggur nokkuð ritað eftir hann í þeirri
grein. Hann myndaði ýmis góð nýyrði um hugtök í nátt-
úrufræði, og verður minnzt á sum þeirra síðar.
Helztu greinar náttúrufræðilegs efnis eftir Magnús eru
þessar:
Urn meteora, sem áður getur.
Alstimdi himinninn (Vinagleði, bls. 28—52).
Vorir sólheimar (Vinagleði, bls. 53—69).
f Kvöldvökum Hannesar biskups Finnssonar (Leirárg.
1796—97) eru þessar greinar um náttúrufræði:
Loft og vindur (I, bls. 255—263).
Litir, sem sýnast (I, bls. 323—325).
Um halastjömur (II, bls. 45—58).
Eðlisþyngd manneskju í vatni (II, bls. 205—212).
Manneskja, er ei gat sokkið í vatni, og vatn, sem enginn
getur sokkið í (II, bls. 269—275).
Þá kom út í Leirárgörðum 1798 alþýðlegt ágrip af nátt-
úrufræði, Sá guðlega þenkjandi náttúruskoðari. Bókina
þýddi séra Jón Jónsson, prestur til Grundar og Möðruvalla
í Eyjafirði. Er tekið þar fremur lauslega á hlutunum, en
bókin er þó allmerk frá sjónarmiði málsins.
Er þá komið að því riti, sem að efni til er sambærileg-
ast við Stjörnufræði Ursins. Það er inngangurinn að Al-
mennri landaskipimarfræði, sem Bókmenntafélagið gaf út