Skírnir - 01.01.1944, Side 119
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
107
á árunum 1821—27 og venjulega er kennd við séra Gunn-
laug Oddsson, enda er hann aðalhöfundurinn. Inngang
þennan, Um jaroarinnar eðli og innbúa yfirhöfuð (bls. 1—
214), sömdu þeir Grímur Jónsson, síðar amtmaður, og
Þórður Sveinbjörnsson, síðar dómstjóri. Fjallar mestur
hluti inngangsins um jarðeðlisfræði og nokkuð um stjörnu-
fræði. Fyrsta þátt, Um lögun og stærð jarðarinnar svo
og hennar hræringu og samband við aðra himinhnetti með
þarafleiðandi undirstöðugreinum til rimtals (bls. 3—77,
§§ 1—17), ritaði Grímur út að § 14 (bls. 55), en Þórður
lauk þessum þætti „með yfirsýn Bjarna Þorsteinssonar"
(Thorsteinsonar, amtmanns) og ritaði hina tvo einn: annan
þátt, Um eðli lofts, lands og sjóar og um lifandi og líflausa
hluti yfirhöfuð, sem á jörðunni finnast (bls. 78—177), og
þriðja þátt: Um ýmislegt manneskjunni sem skynsamri
veru viðvíkjandi og um mannlegar stiftanir í löndum og
rílcjum (bls. 177—214).x) Þessi inngangur þeirra félaga
er allrækilegur og fræðilega ritaður. Þar er fjöldi nýyrða.
Eru sum þeirra allgóð, en gallinn er sá, að mörg orð eru
stundum notuð um sama hugtakið, og veldur það nokkr-
um ruglingi. — Ekki er ólíklegt, að Jónas hafi haft eitt-
hvert gagn af þessari bók við Stjörnufræðina, þó að hann
færi um margt aðrar leiðir. Líka má geta þess, að Rask
hafði hönd í bagga með útgáfu Landaskipunarfræðinn-
ar.1 2) Er ekki ólíklegt, að hann hafi einhver áhrif haft á
málfarið á bókinni, þó að hann hafi verið fjarstaddur um
það leyti, er hún kom út. — Sérstaklega er þó eftirtektar-
vert að bera saman stílinn á þessum tveimur ritum, sem
fjalla að miklu leyti um sama efni. Ef dæma ætti eftir
rithættinum einum saman, væri trúlegra, að tvær aldir
hefðu liðið á milli útkomu þessara rita heldur en rúmir
tveir áratugir. Verður vikið nánar að þessari bók, er rætt
verður um nýyrði Jónasar.
1) Sjá Ævisögu Þórðar Sveinbjörnssonar, Rvík 1916, bls. 33; en
í formála fyrir Land. segir, að Grímur hafi samið fyrsta þátt allan.
2) Sjá bréf Rasks til Grims Jónssonar, dags. 18. nóv. 1817, í
Tímariti Bmf. 1888, bls. 90—91.