Skírnir - 01.01.1944, Page 121
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
109
Hins kyrrláta starfs Sveinbjarnar Egilssonar gætti
ekki fyrst í stað nema meðal tiltölulega lítils hluta þjóðar-
innar, einkum þeirra ungu menntamanna, sem nutu hand-
leiðslu hans. Hann var svo lánsamur að eignast nemend-
ur, sem fetuðu dyggilega í fótspor hans og unnu íslenzkri
tungu framar öllu. Ber þar hæst Fjölnismennina Jónas
Hallgrímsson og Konráð Gíslason. Þeir berjast fyrir mál-
vöndun, ýta við landslýðnum, vekja storma og stríð, enda
reka þeir smiðshöggið á verk Sveinbjarnar, læriföður
síns.
Með Fjölni (1835—1847) er náð merkilegasta áfanga í
íslenzkri málssögu á síðari tímum. Málið hefur fengið
það, sem vantaði, stíl, sem einn átti við.
Eins og drepið hefur verið á hér að framan, var beztu
mönnum í lok 18. aldar og upphafi 19. aldar vel Ijós nauð-
syn þess að mynda ný orð á íslenzku, til þess að hún gæti
staðið jafnfætis öðrum menningarmálum, enda er til f jöldi
nýyrða í mörgum greinum frá þessum tímum. Fáum
þeirra varð þó langra lífdaga auðið. Flest voru þau frum-
smíð, sem stóð til bóta. En þau gerðu sitt gagn, þangað
til önnur betri leystu þau af hólmi. Oft voru þau lagfærð
lítið eitt og hafa haldizt þannig fram á okkar dag. Aðal-
atriðið er, að á þessum tímum var stefnt markvíst að því
að auðga íslenzka tungu.
Fáum var ljósari þörfin á smíði nýrra orða um hugtök
í ýmsum greinum en málfræðingunum R. K. Rask og Kon-
ráði Gíslasyni, enda treystu báðir efniviðnum vel. Rask
segir t. d. í bréfi til Gríms Jónssonar, dagsettu 1. dag júní-
mánaðar 1810: ,,Þó hefur hún (þ. e. íslenzkan) annan
eiginleik fram yfir flestallar þær tungur, er ég hef nokkra
þekkingu á, nefnilega óendanlegt nýgervingaefni, og vona
bjöm Egllsson, 150 ára minning, og Halldór Hermannsson: Modem
Icelandic, Islandica XII. Við hið síðarnefnda rit er og stuðzt um
margt, sem sagt er hér að framan.