Skírnir - 01.01.1944, Síða 122
110
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
ég, að hún á þeim hætti (svo!) geti jafnazt við hverja
aðra, sem til er eða nokkurn tíma hefur til verið í heim-
inum."1)
Og Konráð Gíslason segir:
„ .. . það er alkunnugt, hvað hægt er að búa til ný orð á
íslenzku, bæði samfellinga og alls konar nýgjörvinga. Og
hvað er það, sem heimspekingarnir þurfa mest á að halda
til að geta komið orðum að því, sem þeir hugsa — eru það
eklci ný orð handa nýjum hugmyndum? Hvað er það ann-
að en þessi frjóvsemi málsins, sem íslenzkan hefur til að
bera meir en flest önnur mál?“2)
Ekki er þó einhlítt, að efniviðurinn sé góður, ef enginn
er hagleiksmaðurinn eða kunnáttumaðurinn. En einmitt
á þessum vettvangi nutu sín vel skapandi gáfur og smekk-
vísi Jónasar og lærdómur Konráðs í málfræði.
Mesta torfæra, sem verið hefur á vegi Jónasar við þýð-
ingu stjörnufræðinnar á íslenzku, hefur verið fátækt máls-
ins að fræðiorðum, sem ekki varð komizt hjá að nota í
slíku riti. Eins og sjá má af bréfum Jónasar, sem vitnað
var til í upphafi þessa máls, virðist hann hafa verið
ánægður með verk sitt, — jafnvel stoltur af því. Þó þykist
hann þurfa að afsaka sig í formála, sem hann ritar fyrir
stjörnufræðinni: „ ég veit fullvel, að mér hefur víða
hvar farizt verk mitt úr hendi ófimlegar en vera bæri;
tel ég mér það helzt til afbötunar, að ég hef hlotið að búa
til mjög mörg orð, og eru þau ætíð leið í fyrstu, þangað til
eyru vor fara að venjast þeim. Ég vonast einnig eftir, að
önnur betri komi bráðum í stað sumra þeirra og að þessi
litla fjárgata, er ég nú hef lagt, verði með tímalengdinni
að breiðum og ruddum þjóðvegi."
Enginn ritdómur birtist um bókina, er hún kom út, en
ekki benda ummæli Páls Melsteds í bréfum til Jóns Sig-
1) Tímarit Bmf. 1888, bls. 87.
2) Ágrip af ræðu áhrærandi íslenzkuna, Fjölnir 1838, bls. 23.