Skírnir - 01.01.1944, Page 123
Skímir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
111
urðssonar neitt í þá átt, að eyru hans hafi verið mjög
lengi að venjast nýyrðunum. í bréfi, dagsettu 1. ágúst
1842, segir hann: „Stjörnufræðin er gull, þykir mér, sem
hann lagði út. Hann er rækalli heppinn að smíða orð.''1)
Og enn segir hann í bréfi, dags. 2. marz 1843: „Ég hripa
honum [þ. e. Jónasi] nú línu og sendi peninga til hans
fyrir stjörnufræðina. Já, falleg eru þar sum orðin, sem
hann hefur smíðað.“2)
Nú verður athugað, hvaða orð það eru, sem Jónas hefur
búið til, og þau borin saman við eldri orð um sömu hug-
tök, ef til eru. Enn fremur verður vikið að ýmsum orðum,
sem ekki eru nýyrði Jónasar, ef þau varpa einhverju ljósi
á það, hvernig hann velur eða hafnar. Verða því nær ein-
göngu fræðiyrði tekin til meðferðar. Röðin er stafrófsröð,
nema þegar hentara þótti að taka saman skyld hugtök.
Aðdráttarafl, bls. 101 og víðar [lat. vis attractiva, d.
Tiltrækningskraft], er hvergi notað áður, svo að ég hafi
séð. Sjálfur notar Jónas áður orðið aðdráttarkraftur í
ritgerðinni Um eðli og uppruna jarðarinnar í 1. árgangi
Fjölnis (sjá bls. 111). í Almennri landaskipunarfræði
(eftirleiðis skammst. Land.) stendur: „. . . allir hlutir,
hvervetna á jarðarhnettinum sem þeir finnast, leita eftir
þyngdareðli sínu eður réttara aðdráttarkrafti jarðar niður
að miðpunkti hennar.“3) Magnús Stephensen segir í grein
sinni Um meteora: „Allir hlutir hafa nokkurs konar
dráttarkraft [vim attractivam].“4) Þá er og dráttar-
kraftur notað í ritinu Sá guðrækilega þenkjandi náttúru-
skoðari (sem eftir þetta verður stytt Náttúruskoðari),
bls. 7 og bls. 25. Orðið aðdráttarafl hefur náð festu í mál-
1) Bréf Páls Melsteðs, útg'. Khöfn 1913, bls. 31.
2) Bls. 40.
3) Land., bls. 6. Sjá enn fremur sama rit bls. 13, 59 og 146, vis
centripetalis, vis attractiva.
4) Lærd. III, 154.