Skírnir - 01.01.1944, Side 125
Skírnir
Nýyrði i Stjörnufræði Ursins
113
anlega tilbúið orð af Jónasi. A. m. k. hef ég hvergi rekizt
á það í eldri ritum eða nokkurt orð annað um hugtakið. —
Rétt er að leiðrétta þá missögn Þorbergs Þórðarsonar,
að dr. Guðmundur Finnbogason hafi búið til orðið.1)
Þá ætla ég að víkja hér að öðrum „boga“ og „baug“,
sem Jónas hefur gefið málinu.
Fleygbogi [Parabole]. Auðheyrt er á orðalaginu á þeim
stað, þar sem Jónas notar orðið fyrst í Stjörnufræðinni,
að það er nýtt af nálinni: „Þessa boglínu [Parabole heit-
ir hún] mætti kalla fleygboga, eftir eðli sínu, því endar
hans firrast hvor annan meir og meir, eftir því sem þeim
er haldið lengra áfram, og mynd hennar er því ekki ólík
fleyg, á hlið að sjá“ (bls. 94). Ekki er um það að villast,
að hér er Jónas að koma nýju orði á framfæri, enda má
fullyrða, að orðið er ekki til í eldri ritum. I Supplement
til islandske Ordbþger, tredje Samling, er aðeins vitnað í
Eðlisfræði Fischers um þetta orð, og gætu menn af því
freistazt til að halda, að Magnús Grímsson hefði búið
orðið til. Hins vegar mun Magnús eiga sómann af lýs.orð-
inu fleygbjúgur [parabolisk], sem notað er í Eðlisfræði
Fischers (bls. 292).
Sporbaugur [Ellipse] er nýyrði eftir Jónas. Orðið kem-
ur fyrir á bls. 17, en skýrt á bls. 19. I eldri ritum er aldrei
notað eitt orð um þetta hugtak, heldur er það umritað. í
greininni TJm halastjörnur í Kvöldvökum Hannesar Finns-
sonar er sagt, að halastjörnurnar „ganga kringum sólina í
aflöngum hring, sem er miklu lengri en hann er breiður
til“, og talað er um pláneturnar, „sem fara í aflöngum baug
eins og sporaskja sé eður eggmynd“.2) I Landaskipunar-
fræðinni segir: „. . . farvegur hennar (o: jarðarinnar)
. . . er . . . öskjulagaður [aflangur eins og sporaskja]
hringur.“ Enn fremur: „ . . . og kringum hana (o: sól-
ina) ferðast allar pláneturnar í hringum, sem eru lagaðir
líkt sporöskju [ellipsum].“3)
1) Sjá Alþjóðamál og málleysur, Rvík 1933, bls. 303.
2) Kvöldvökur II, 47, 50.
3) Land. 59, 68.
8
L