Skírnir - 01.01.1944, Page 126
114
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
Sporaskja er sjálfsagt gamalt orð í málinu, en ekki
kann ég sögu þess. Hluturinn hefur fengið nafn sitt af
laginu, hversu hann líktist spori (fótspori). Af orðinu
spor (= fótspor) og líklega með orðið sporaskja í huga
hefur Jónas búið til orðið sporbaugur. Aldrei hef ég séð
annað orð notað um ellipsu á íslenzku.
Sporbaugsgeiri er þýðing á elliptisk sector. Er rétt að
taka það með þessum orðum. Geiri í merkingunni sector
er líklega fyrst notað af Jónasi. Er það gott dæmi þess,
hvernig hann tekur gömul orð og gefur þeim nýja merk-
ingu (sjá bls. 77).
Brennistaður [d. Brændpunkt], bls. 19 og víðar. Jónas
hefur breytt orðinu dálítið og gert það íslenzkulegra um
leið, því að í eldri ritum (og reyndar yngri líka) er notað
orðið brennipunktur.1) Hins vegar má segja, að orðið
staður sé ekki heppilegt til að tákna stærðfræðilega hug-
takið punktur. Betra er orðið 'depill, -sem Jónas notar í
samsetningunni miðdepill [Centrum], bls. 19.
Breiðhorn kallar Jónas það, sem á dönsku heitir stump
Vinkel [> 90°], en mjóhorn það, sem á dönsku heitir spids
Vinkel [< 90°], sjá bls. 101 neðanmáls. Ekki hef ég rek-
izt á þessi orð í eldra máli. Algengast mun nú að kalla
þetta gleitt horn og hvasst horn. Af breiðhorni myndar
Jónas svo orðið
breiðhyrningur: „ . . . í B lá aðdráttarstefnan í breið-
hyrning frá miðflóttastefnunni“ (bls. 102). Enn fremur
kemur fyrir á sömu bls.: Aðdráttarstefnan „liggur . . . í
mjóhyrning við miðflóttastefnuna".
Búrökkur. Bezt er að láta Jónas sjálfan skýra þetta orð
og sjá um leið, hve þýðlega hann skrifar, jafnvel þótt
efnið sé allfræðilegt: „Lofthafið veldur því enn fremur,
að þegar sólin er runnin og fyrr en hún kemur upp, er
nokkura birtu að sjá, svo ekki þverhattar fyrir á nóttu
og degi. Það köllum vér rökkur og birtingu. Þetta kemur
til af því, að þegar sólin er gengin undir, sendir hún geisla
1) Sjá t. d. Land. 68.