Skírnir - 01.01.1944, Page 127
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
115
sína ofan til í lofthafið, og það lýsir aftur niður á jörðina.
Því er það á kvöldum, að dagsbrúnina er lengst að sjá á
vesturhimni, og er þá verkljóst, þangað til sólin er komin
6 gr. 231/2 mín. niður fyrir sjóndeildarhring; úr því ná
öngvir sólgeislar vestan að og á austurhimin. Þetta mætti
kalla búrökkur til aðgreiningar frá stjörnurökkri, því það
er talið, þangað til sólin er komin 18 gr. niður fyrir sjón-
deildarhring; þá er fulldagsett“ (bls. 178—179).
Búrökkur og stjörnuröklcur merkir hér það, sem á
dönsku er kallað det borgerlige Tusmorke og det astro-
nomiske Tusmorke. Auðheyrt er á orðunum: „Þetta mætti
kalla .. . “, að Jónas hefur sjálfur búið til orðin. Hvergi hef
ég séð þessi orð notuð annars staðar. Mér finnst orðið bú-
rökkur með allra fegurstu orðum, sem Jónas hefur búið
til, 0g það er leitt, að ekki skuli vera meiri not fyrir það
í málinu!
Til gamans skal hér tekinn dálítill kafli úr Landaskipun-
arfræðinni um nákvæmlega sama efni til þess að fá saman-
burð á rithætti höfundanna: „Tímabil það, á hverju birt-
an á morgna fer vaxandi til sólaruppkomu, köllum vér
birting, en það, á hverju hún á kvöldum allt frá sólsetri
minnkar, nefnist rökkur. Orsök beggja er sú, að þegar
sólin er ei mjög langt undir sjóndeildarhringnum, sendir
hún geisla sína upp á þann hlut dampahvolfs, sem oss er
sýnilegur; en þessir geislar, er koma úr þynnra lofti,
brotna í enu þéttara, umhverfis jörðina, og beygjast svo
niður á við til hennar. Meðan sólin er 18° fyrir neðan
sjóndeildarhringinn, er birting enn ekki byrjuð eða rökkr-
ið á enda, af því að geislar sólarinnar eru ei komnir inn
í þann hluta dampahvolfsins, sem oss er sýnilegur“ (bls.
110).
Þó að þetta verði ekki talið neitt tiltakanlega slæmt
mál — enda ekki valið af verra endanum — er þó mikið
djúp staðfest milli þess og máls Jónasar.
Efnisþyngd, bls. 22, 56, 111, kallar Jónas það, sem nú
er kallað eðlisþyngd [lat. gravitas specifica, d. specifisk
Vægt, Vægtfylde]. Magnús Grímsson fer að dæmi Jón-
8*