Skírnir - 01.01.1944, Side 128
116
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
asar og talar um efnisþunga eða efnisþyngd.1) í eldri rit-
um hef ég aðeins fundið eðlisþyngd, sbr. greinina í Kvöld-
vökum II, 205—212: Eðlisþyngd manneskju í vatni.
Eldgler [d. Brændglas], bls. 159, er líklega tilbúið af
Jónasi. í eldri ritum hef ég ekkert orð séð um þennan
hlut. Hins vegar notar Magnús Grímsson eldgler í Eðlis-
fræðinni, sjálfsagt eftir Jónasi, og Konráð Gíslason þýðir
Brændglas í orðabók sinni eldgler.
Rétt er að minnast hér á orðið eldvarp (bls. 59 í Stjörnu-
fræði Ursins). í ræðu, sem dr. Guðmundur Finnbogason
flutti á Jónasarhátíð Islendinga í Kaupmannahöfn 1907
og birtist í Skírni 1907, bls. 315—325, minnist hann á
þýðingu Jónasar á Stjörnufræði Ursins og telur þar upp
nokkur nýyrði, sem í þeirri bók séu. Á meðal þeirra telur
hann orðið eldvarp. En orðið er áreiðanlega miklu eldra
og sennilega fornt, þó að það hafi ekki komizt á bókfellið.
1 orðabók kemst það fyrst í Supplement til islandske Ord-
bþger, tredje Samling, og er þar tekið upp úr Stjörnu-
fræði Ursins. Af því mun sú ályktun dregin, að Jónas hafi
búið orðið til. Sveinn Pálsson notar orðið oft.2) Þá eru og
til örnefni, sem benda til þess, að orðið hafi lengi verið til
í alþýðumáli. Þorvaldur Thoroddsen segir frá „stórkost-
legri gígaröð“ nálægt Grindavik: „Gígirnir eru á milli 30
og 40 og eru kallaðir ,,Eldvörpin“.“3) Hraun er þar
skammt frá, sem Eldvarpahraun heitir, kennt við „Eld-
vörpin“.4) Er ekki annað að sjá en að þetta séu gömul og
góð örnefni, og verður þá að gera ráð fyrir, að orðið sé
jafnframt gamalt samsafn.
Fallbyssa, bls. 2, 103 og víðar, er að vísu ekki eftir
Jónas, en ég tel ekki rétt að sleppa því hér. Jónas notar
1) Sjá Eðlisfr. bls. 112—117 og orðaregistur.
2) Lýsing á Kötlugjárgosinu 1823 i Safni til sögu Islands IV.
bindi bls. 264—294 og Krafla, eldfjall nálægt Mývatni, sama rit og
bindi bls. 405—412.
3) Þorv. Thoroddsen: Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, And-
vari 1883, bls. 37.
4) Sjá sama rit bls. 47 og Landfræðissögu Islands II, 313.