Skírnir - 01.01.1944, Side 129
Skírnir
Nýyi'ði í Stjörnufræði Ursins'
117
aldrei annað orð um þetta vopn. Orðið er notað stundum
fyrir hans daga, en þó oftar orðið fallstykki.1) Fall- í orð-
inu fallbyssa, fallstykki er ugglaust alþýðleg lagfæring á
Felt- í orðinu Feltstykke, sem til er í gamalli dönsku (s. s.
Kanon), sjálfsagt þýzkt að uppruna. í Biskupasögum Jóns
Halldórssonar kemur fyrir órðmyndin feltstykki: „ . . .
missti vor kóngur 14 orlogsskip með fólki, feldtstykkjum
og allri þeirra áhöfn.“2 3) — Eftir að -stykki hefur ver-
ið breytt í -byssa, hefur engum dottið í hug að amast við
orðinu í íslenzku máli.
Fjaðurmagnaður (s. s. elastisk) er fyrst notað af Jón-
asi, að því er séð verður: „Lofthaf jarðarinnar er loft-
blendingur og fjaðurmagnað“ (bls. 177). Hins vegar kem-
ur nafno. fjaðurmagn [Elasticitet] ekki fyrir í Stjörnu-
fræðinni. Það hef ég fyrst séð notað í Eðlisfræði Fischers
(1852). í eldri ritum kemur fyrir fjaðrarkraftur og stæl-
ingarkraftur: „Náttúruspekingar kalla suma rennandi
hluti elastiska [fluida elastica], það er þvílíka, sem hafa
stælingar- eða fjaðrarkraft.“:!) „Loftið hefur einnig
f jaðrar- eður stælingarkraft.“4) Annars notar t. d. Magn-
ús Stephensen í greininni Um meteora oftast lýsingar-
orðið elastiskur.
Framsókn, bls. 151, 152 og víðar, er þýðing á præces-
sion, en svo kallast það fyrirbrigði, að vorhnúturinn (vor-
jafndægrapunkturinn) færist aftur (þ. e. frá austri til
vesturs) lítið eitt á ári hverju, þ. e. a. s., að lengdirnar á
himinhvolfinu (en þær miðast við vorhnút, austur á við)
færast fram. í Landaskipunarfræðinni, sem ein lýsir þessu
fyrirbrigði af eldri ritum, þeim sem ég hef lesið, er talað
um afturvik jafndægrapunkta (bls. 50). Munurinn er sá,
að orðið afturvik miðast við hnútinn, en framsókn við
1) Sbr. t. d. fallstykkiskúla, Busch. Lærd. II, 235, en fallbyssu-
hnettir, Busch. Lærd. III, 48, fallstykki, Klp. des. 1822, 201, fallbyssu-
kúla, Náttúruskoðari 104, fallstykkjalið, Land. 201.
2) Sjá II. bindi, bls. 92.
3) M. Steph. Meteora, Lærd. III, 124.
4) Land. 83.