Skírnir - 01.01.1944, Page 130
118
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
stjörnuhimininn. Ekki veit ég til, aS annað orð hafi verið
notað um þetta eftir daga Jónasar.
í nánu sambandi við framsóknina stendur svo það, sem
Jónas nefnir
rugg jarðarássins (sjá bls. 151 og 152). Það heitir á
erlendum málum nutation. Ekki verður annað séð en þetta
sé nýyrði eftir Jónas.
Orðið furðustjama er gott dæmi þess, hvernig Jónas
þýðir stjörnuheiti til þess að skýra efnið, sem um ræðir:
„Sumar sólstjörnur breyta oftlega birtu sinni og eru því
kallaðar breytanlegar (variable); svo er til að mynda
Omikron í Hvalnum og réttnefnd furðustjarna [Mira]“,
bls. 144.
Hafflatarmælir, bls. 184, er ugglaust nýyrði eftir Jónas
[d. Vaterpas, Niveau(maaler)]. Hann notar þetta orð
ekki nema á einum stað og hefur jafnframt í svigum orð-
ið hafjafni, sem hann hefur svo aftur á bls. 197 („með
hafjafna þeim, er smíðamenn hafa“). Er það orð sjálf-
sagt tilbúið af honum líka. Magnús Grímsson talar um
hafj afnamæli.1)
Hafjafn er þýðing Jónasar á d. vandret, horizontal,
bls. 197. Svo virðist sem lengi hafi verið ruglingur á þýð-
ingu þessara orða. Á öðrum stað í Stjörnufræðinni hefur
Jónas vatnbeinn í sömu merkingu: „Ef vér veltum knetti
eftir vatnbeinum fleti . . .“ (bls. 88). Bæði þessi orð eru
eflaust búin til af Jónasi. Orðabók Konráðs Gíslasonar
(Khöfn 1851) hefur aðeins marflatur [merkt B. H., þ. e.
Orðabók Björns Halldórssonar] við horizontal og vand-
ret. I Lærdómslistafélagsritunum er þetta orðað fjarska
vandræðalega: „jafnsíðis sjónarhringssléttu“ og „sjónar-
hringsslétta“ (planum horizontalis).2)
f inngangi Landaskipunarfræðinnar kemur fyrst fyrir
orðið láréttur: „ . . . rás vindanna er sem oftast lárétt
[horizontalis]“, bls. 98, og eftir það er orðið oft notað í
1) Eðlisfræði Fischers 101, 122.
2) Læi'd. VI, 8 og VIII, 191.