Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 131
Skírnir
Nýyi’ði í Stjörnufræði Ursins
119
bókinni (bls. 117, 169, 172). Orðið er áreiðanlega nýyrði
þarna. Varla er annað hugsanlegt en Jónas hafi þekkt
orðið, því að hann hlýtur að hafa þekkt Landaskip-
unarfræðina. En hann hefur af einhverjum ástæðum ekki
kunnað við það og þess vegna hafnað því. — Láréttur er
eingöngu notað í þeim kafla inngangsins, er Þórður Svein-
björnsson samdi. Er því ekki ósennilegt, að hann hafi
myndað orðið, þótt ekki þurfi það að vera. — Næsti mað-
ur, sem í riti notar orðið láréttur, er Magnús Grímsson
(Eðlisfr., víða, sjá orðaregistur). Eðlisfræði Fischers er
elzta rit, sem Supplement til islandske Ordbþger vísar til
um orðið, en það stafar af því, að Jón Þorkelsson hefur
ekki orðtekið Landaskipunarfræðina, og er það mikill
skaði. — Magnús notar og hafjafn nokkuð líka. En eftir
það nær láréttur alveg festu í málinu, og nú lætur orðið í
eyrum okkar eins og það hafi verið til frá alda öðli.
Hengill. „Sigurverkin í stjörnuhúsum eru stundaklukk-
ur, gjörðar á þann hátt, að lóð draga gangverkið, og stöng
nokkur niðurþung og mátulega löng stjórnar því; hún
heitir liengill [Pendul, Perpendikel] “, bls. 166. Orð þetta
hef ég ekki rekizt á í þessari merkingu í eldri ritum, og
mér finnst málsgreinin, sem hér er tekin upp, benda til
þess, að Jónas sé að koma með nýtt nafn á þennan hlut.
1 orðabók Konráðs Gíslasonar er Pendul aðeins þýtt ding-
ull. — Þegar Jónas er að lýsa tímamæli [Chronometer],
segir hann: „ ... og órói stjórnar ganginum, eins og í hin-
um almennu sigurverkum“ (bls. 187). Órói er íslenzkun
danska orðsins Uro, sem er svipaðrar merkingar og Pen-
dul.
Himinmynd [Himmelglobus], bls. 138, virðist vera eitt
af nýyrðum Jónasar. Enn fremur himinmyndabréf [d.
Himmelkort, Stjærnekort], bls. 181.
Hitabelti hef ég ekki fundið í eldri ritum en Stjörnu-
fræðinni, bls. 192. Algengasta heitið áður er brunabelti.1)
1) Til að mynda hjá Magnúsi Stephensen í grein hans Um mete-
ora, enn fremur Lærd. VIII, 110, Náttúruskoðari, bls. 7. í Landa-
skipunarfræðinni er talað um „brunabelti eður brunareim", bls. 36.