Skírnir - 01.01.1944, Page 132
120
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
Kuldabelti notar Jónas og. En þaS er líka nefnt svo í
Land.: kuldabelti, kuldareimar, bls. 37. Jónas minnist ekki
á „tempruðu beltin“, sem kölluð eru. En í Land. eru þau
kölluð mildu belti eða blíðviðrisreimar (bls. 37).
Hrakningar er þýðing úr d. Perturbationer og er notað
um óreglur þær, sem verða á gangi jarðstjörnu vegna að-
dráttarafls frá annarri jarðstjörnu eða fylgihnetti (sjá
bls. 78, 106—107). Um fyrirbrigðið notar Jónas og sögnina
að hrekjast (bls. 78). Ekkert hef ég séð um þetta í eldri
ritum, og hefur Jónas líklega myndað orðin um þetta
fyrirbrigði, eða réttara sagt fyrstur gefið orðunum þessa
sérstöku merkingu. Ekki veit ég til, að þetta hafi verið
öðruvísi orðað í yngri ritum.1)
Hringskekkja [Excentricitet] er notað um afvik spor-
baugs frá réttum hring: „ . . . hringskekkjan [Excentrici-
tet] á braut Venusar er harla lítil, einungis %4ö“> bls. 21.
Jónas hefur ugglaust búið til orðið. í Landaskipunarfræð-
inni stendur t. d.: „Bilið frá miðpunktinum, hvar það
lengsta og stytzta þvermál [o: ellipsu] skera hvort ann-
að, og út að ellipsins brennipunktum á báðar síður, kall-
ast miðpunkts fjarlægð (Excentricitet)“, bls. 68. Ágúst
H. Bjarnason prófessor notar orðið miðskekkja,2) en ekki
veit ég, hvort orðið er myndað af honum.
Hvolfspegill er það, sem á dönsku er kallað Hulspejl
eða konkavt Spejl. Jónas talar einnig um íhvolfa skuggsjá
í sömu merkingu: „ . . . þar er íhvolf skuggsjá eður hvolf-
spegill í stað viðtökuglers“ (bls. 161). Ekki hef ég séð
neinar eldri fyrirmyndir að orðunum á íslenzku.
Jarðfjærð og jarðnánd merkir lengstu og skemmstu
fjarlægð tungls til jarðar [Apogæum og Perigæum], bls.
43—44. Á sama hátt er
sólfjærð og sólnánd þýðing á orðunum Aphelium og
Perihelium (bls. 19). í eldri ritum er til sólarfjarski og
sólarnánd,3) svo að segja má, að Jónas hafi breytt aðeins
1) Sjá t. d. Stjörnufræði Björns Jenssonar, bls. 52.
2) Himingeimurinn, Ak. 1926, bls. 54.
3) Land. 68.