Skírnir - 01.01.1944, Síða 133
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
121
lítið eitt eldri orðum. Sá galli er á hjá Jónasi, að -fjærð
er ekki rétt myndað. í Stjörnufræði Björns Jenssonar
hef ég fyrst séð sólfirð — jarðfirð (bls. 32 og 40).
Jarðknattarmynd er þýðing Jónasar á Jordglobus, bls.
181. I Landaskipunarfræðinni er talað um jarðarmynd í
sömu merkingu (bls. 8).
Jarðmálsmila [geografisk Mil], bls. 173, er áreiðan-
lega smíð Jónasar. í Land. er talað um „geografiskar (al-
mennar) mílur“ (bls. 10). í enn eldri ritum hef ég ekkert
um þetta séð.
Jarðmiðja. Við þetta orð er bezt að athuga, hvernig
Jónas þýðir, þar sem fræðiorðið á erlenda málinu er þann-
ig lagað, að ekki er unnt að íslenzka það með einu orði
samsvarandi. Lítum á bls. 16: „Sá er og vani stjörnufræð-
inga, er þeir skoða himintungl af jörðu hér, að ímynda
sér þeir sitji í miðri jörð; er það kallað að skoða úr jarð-
miðju [geocentrisk] ; og fyrst vér erum nú í sólunni, för-
um vér eins að og setjumst í miðja sól og skoðum þaðan
himininn [heliocentrisk].“ Um stöðu hnatta á himni, mið-
að við miðja jörð, hefur hann orðin jarðmiðjubreidd og
jarðmiðjulengd [geocentrisk Bredde og Længde], en hins
vegar sólbreidd og sóllengd [heliocentrisk Bredde og
Længde]. Og þegar þetta er fundið, vitum við jarðmiðju-
stað eða sólmiðjustað hnattarins. (Sjá bls. 80—81.) Ekk-
ert hef ég séð í eldri ritum um þetta efni.
Jarðstefna. Hér er bezt að athuga orð, sem til eru um
afstöðu jarðstjörnu til jarðar og sólar og afstöðu tungls
til jarðar og sólar. Mér telst svo til, að Jónas hafi búið til
þrjú orð um þessar afstöður: Jarðstefna [Opposition],
sólstefna [Konjunktion (med Solen)] og þverstefna [Kva-
dratur], sjá Stjörnufræðina bls. 25, 27, 30, 37, 46, 47 og
50. Ég veit ekki til, að nokkur orð önnur hafi verið notuð
um þessar afstöður á íslenzku.
Jarðstjömur og sólstjörnur. Þessi orð hef ég ekki orðið
var við í eldri ritum, og enn fremur bendir neðanmáls-
greinin á bls. 16 sterklega á það, að Jónas sé með ný orð
á ferðinni: „Vér köllum alla himinknetti stjörnur, nema