Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 134
122
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
sól og tungl; nú eru sumar stjörnur sólir, og suraar eru
jarðir, það er: dimmir knettir, er gan'ga um bjarta. Svo
eru pláneturnar; því mætti kalla þær jarðstjörnur og hin-
ar sólstjörnur.“ Þessi orð eru svo notuð í allri bókinni, þó
að fyrir komi hinar reikandi stjörnur, bls. 16, og hinar
reikulu stjörnur (bls. 31). Orðið fastastjarna, sem notað
er fyrir og eftir daga Jónasar, kemur ekki fyrir í Stjörnu-
fræðinni. Jónasi hefur eflaust fundizt orðin fastastjarna
og reikistjarna litlaus og dauf. Orðið kyrröarstjarna er
notað í Lærd. II, 235. — Hér má og nefna jaröstjörnu-
töflur [Planettavler], bls. 81, og jarðþokur [planetariske
Taager], bls. 156.
Líkindareikningur [Probabilitetsregning], bls. 83, er,
eftir því sem ég hef getað séð, smíð Jónasar.
Litarfylling [Komplementærfarve], bls. 151, hef ég
hvergi séð í eldri ritum og ekkert annað um hugtakið.
Magnús Grímsson hefur fyllingarlitur.1)
Litarmynd. Stundum hefur Jónas leitt hjá sér að búa
til ný orð, þó að þess hefði verið full þörf. Svo er t. a. m.
um orðið Syektrum. Hann segir: „Fraunhofer reyndi að
skoða litarmynd þá, er verður af, að sólargeislarnir brotna
í þrístrendu gleri, og samsvarar litum friðarbogans, og
fann hann í litarmynd þeirri markverðar svartar rákir í
einskorðaðri röð“ (bls. 147). Þarna er Spektrum umritað,
og hefur Jónas ekki fundið um það orð, sem hann var
ánægður með. Magnús Grímsson, sem lýsir nákvæmlega
ljósbroti í gegnum glerstrending [Prisma],2) hefur ekk-
ert orð um Spektrum. Þorvaldur Thoroddsen notar orðin
Ijósband og litband.3) Prisma kallar hann þrístrendan
glerstuðul (bls. 26, eftir það oftast nær aðeins glerstuðul).
Hið snjalla orð litróf bjó til Frakkinn Courmont, eftir því
sem Þórbergur Þórðarson segir.4) Er gaman, að tungan
skuli eiga slíkan minjagrip um erlendan mann.
1) Eðlisfræði Fischers, bls. 311.
2) Sjá Eðlisfræði Fischei’s, bls. 308—310.
3) Andvari 1882, bls. 27.
4) Alþjóðamál og málleysur, bls. 304.