Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 135
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
123
LjósfræSi [Optik], bls. 147, hef ég ekki séð í eldri
ritum.
Ljósvaki [Æther] er sennilega fegursta og frægasta
orð, sem Jónas Hallgrímsson hefur búið til. Við skulum
láta Jónas skýra orðið sjálfan: „Margt er álit manna um
það, hvað sólarljósið sé, og allt ljós. Sumir halda Ijósið
streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir
það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harðla smágjörvu
frumefni, því er kalla mætti Ijósvaka [Æther] ; hyggja
menn, að Ijósvaki fylli allan himingeiminn, og segja ljós-
ið kvikni þar við hristinginn, að sínu leyti og hljóðið
kviknar við hristingu jarðlofts vors“ (bls. 9). — Á því
leikur enginn vafi, að Jónas hefur hugsað orðið þann-
ig, að það væri efni, sem vekur ljósið. Við Æther
hefur Konráð Gíslason í orðabók sinni: „eldloft, vindblá
(B. H., G. 0.), ljósvaki (J. H.)“. Það ætti því ekki að
þurfa lengur vitnanna við um það, að Jónas hefur búið
til orðið. Vindblá og heið, sem orðabókOddsens1) hefur, hef
ég hvergi séð notað í öðrum bókum. En eldloft, sem orða-
bók Björns Halldórssonar hefur, er notað í Náttúruskoðar-
anum í merkingunni Æther: „ . .. eldloftsins bylgjur dynja
ei þyngra á augans spenntu sjónþráðum en svarar styrk-
leik þeirra; því meiningin er: að sumir náttúruspekingar
halda, að það stóra himinrúm, í frá sólu, út til allra henn-
ar pláneta, sé uppfyllt einu yfirmáta þunnu lofti . . . og
þetta nefna þeir Æther“ (bls. 11). Er þetta elzta rit, þar
sem ég hef séð getið um Ijósvakakenninguna.
Ljósvilla er nefnd sú skynvilla, er stafar af hvoru-
tveggja í sameiningu, gangi jarðar um sólu og tíma þeim,
er ljósið þarf til að berast frá einhverri stjörnu til jarð-
arinnar [Aberration, sjá bls. 151, 152, 216]. Orðið er
ugglaust myndað af Jónasi. í Landaskipunarfræðinni er
talað um aberration, „sem engan veginn getur orsakazt
af öðru en ljóssins og jarðarinnar hræringu“, en orðið er
1) Gunnlaugur Oddsen: Orðabók, sem inniheldur flest fágæt,
framandi og vandskilin orð, er verða fyrir í dönskum bókum, Khöfn
1819.