Skírnir - 01.01.1944, Síða 136
124
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
ekki íslenzkaS (sjá bls. 55, neSanmáls). Ekki veit ég til,
að annað orð sé notað um þetta í yngri ritum.
Lofthaf notar Jónas alltaf um Atmosphære (kemur
fyrst fyrir á bls. 11). Að vísu er lofthvolf á einum stað
(bls. 11), en merkir þar ekki gufuhvolf jarðar. Seinna
notar hann orðið í Arngerðarljóðum (þýðing á „Sjæle-
vandring“ eftir P. L. Möller, sjá Rit I, 235 og 402). Lítill
vafi leikur á því, að orðið sé eftir Jónas. A. m. k. hef ég ekki
séð það í eldri ritum, og í yngri ritum er það ekki heldur
notað. Eldri rit hafa alltaf orðið dampahvolf, en það hef-
ur Jónas auðvitað ekki getað þolað.1) Þó kemst Magnús
Stephensen nærri því að búa til orðið lofthaf: „ . . . er loft-
ið . . . einn mjög svo þunnur, gagnsær og rennandi lögur,
sem umkringir jarðhnöttinn á alla vegu eins og haf. Það
gjörir áampahvolf jarðar.“ 2j Magnús Grímsson notar allt-
af andrúmsloft (sjá Eðlisfræðina, orðaregistur) og yngri
rit gufuhvolf, eins og það er almennt nefnt nú.
Miðflóttaafl — miðsóknarafl [Centrifugalkraft — Cen-
tripetalkraft] eru mynduð af Jónasi. Miðflóttaaflið kall-
ar hann líka sveifluaflið (sjá um þessi orð bls. 94—95).
Áður hafði hann líka kallað það kastafl.3 4) Magnús Ste-
phensen hafði þó áður búið til orðið miðflóttakraftur^)
en eins og áður getur, forðast Jónas orðið kraftur, en
notar heldur afl eða magn. Orðakver Oddsens hefur þýð-
ingarnar miðpunktflýjandi, miðpunktsækjandi kraftur.
Landaskipunarfræðin hefur aðeins aðdráttarkraft um vim
centripetalem, en hins vegar mörg orð um vim centrifuga-
lem: framfararflug, fleygi- eður slöngukraftur og frá-
flugskraftur (sjá bls. 13).
Að myrkva, myrkvi. Undarlegt kann að virðast að kalla
þessi orð nýyrði. En þó getur það staðizt, að svo miklu leyti
sem orðin eru notuð um stjarnfræðileg fyrirbrigði. I eldri
1) Lærd. II, 245, Náttúruskoðari 8, Land. 79 og víðar.
2) Meteora, Lærd. III, 124.
3) Sjá Fjölni I, 113.
4) Meteora, Lærd. III, 159.