Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 137
Skírnir
Nýyrði í StjörnufræSi Ursins
125
ritum er alltaf talað um formyrkvanir, formyrkva(st),
tungls- og sólarformyrkvanir.1)
Jónas hefur bersýnilega verið mjög hneykslaður á þess-
ari „formyrkvun". Og í kaflanum um myrkvana fær hann
ekki orða bundizt. Það er eina athugasemdin um málfar
eða bein hvatning til málvöndunar, sem til er í Stjörnu-
fræðinni: „Væri því nú svo varið, að brautir tungls og
jarðar lægju í sama fleti eður bæri fyllilega hvor í aðra,
þá færi svo, að á hverjum mánuði, þegar tunglið kæmi í
sólstefnu, gengi það um hana þvera, og drægi myrkva á
sólu. En nú hallar tunglbrautinni 5% gráðu frá sólbraut-
inni, og af því leiðir, að það verður ekki á millum sól-
ar og jarðar, nema þegar svo stendur á, að tunglið er í
knúti um sama leyti og það er í sólstefnu, það er, þar sem
brautir þeirra skerast. Þegar svo vill til, myrkvar tunglið
sólu [ég kalla það ekki „formyrkvan“, þ v í þ a ð
er Ijótt orð],“ bls. 48.
Þessir hálfdönsku orðaleppar hafa verið svo ríkir í rit-
uðu máli (og sjálfsagt töluðu líka), að Jónasi hefur þótt
varlegra að fylgja íslenzku orðalagi um þetta efni vel
eftir. Og það er eins og honum takist sérstaklega upp,
þegar hann er að skrifa um myrkvana. Að vísu má benda
á marga einkar fallega staði í Stjörnufræðinni, en mér
finnst kaflinn um myrkvana (bls. 48—58) vera blæfeg-
urstur þeirra allra.
Þá er orðið myrkvi síðari liður nokkurra orða, sem
mér telst vera fyrst notuð af Jónasi. Auk sólmyrkva
og tunglmyrkva (bls. 50) eða mánamyrkva (bls. 51)
eru almyrkvi [total Formþrkelse], bls. 51, hringmyrkvi
[ringformig Formþrkelse], bls. 49, jafnmyrkvi [central
Formþrkelse], bls. 49, hliðmyrkvi [partiel Formþrkelse],
bls. 50, og randmyrkvi [sama merking], bls. 51.
Núningsfyrirstaða [Friktion], bls. 89. Orðið hef ég
1) Sjá t. d. Lærd. II, 239, Kvöldvökur II, 48, 57, Náttúruskoðara
112—113, Land. 61, 72, 73, 74.