Skírnir - 01.01.1944, Page 138
126
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
ekki séð í eldra máli. Það er þýðing úr d. Gnidningsmod-
stand, sem til hefur verið fyrir daga Jónasar.1)
Rafurmagn hefur Jónas í samsetningunum rafurmagns-
Ijós og rafurmagnstól (bls. 11). Síðari hlutinn, -magn,
sver sig greinilega í ættina til Jónasar. Þó er orðið aðeins
lítið breytt frá orðmynd, sem til var áður. Fyrsti maður-
inn, sem skrifar um rafmagn á íslenzku og íslenzkar orðið
electricitas, er Magnús Stephensen, að því er ég hef getað
séð. Hann segir svo: „Náttúruspekingar hafa smíðað sér
orðið electricitas af því gríska elektron eður látínska elec-
trum, rafur, vegna þess þeir aðgættu fyrst á rafinum þenn-
an kraft, er ýmsir hlutir hafa . . . Með sama rétti voga ég
því að smíða nýtt orð yfir electricitatem og nefna rafkraft
og tillagsorð [adjectivum] þar af rafkraftaður.“2) Orð
þessi eru svo notuð í öllum náttúrufræðiritum og ritgerð-
um um og eftir 1800, þeim er á fyrirbrigðið minnast.3)
Eftir daga Jónasar notar Magnús Grímsson rafurmagn,
en orðmyndin rafmagn virðist ekki vera notuð í ritum
fyrr en um 1880 (sjá Supplement til islandske Ordbþger).
Raf mun vera réttari orðmynd heldur en rafur.
Samfarabaugur [Parallelcirkel], bls. 182, er nýyrði
Jónasar, en ekki hefur það náð festu. Annars þýðir Jónas
parallel með samhliða (bls. 91, 93). í Landaskipunar-
fræðinni er talað um jafnfarabauga, bls. 26, og parallel
þýtt jafnfara, samsíða, bls. 31, 56.
Samhliði [Parallelogram], bls. 91. Orðið má líklega
með fullum rétti draga Jónasi.
Samþyngdarstaður, bls. 106. Orðið er líklega þýtt úr
fælles Tyngdepunkt og myndað af Jónasi.
Sextungur eður skuggsjárbaugur [Sextant], bls. 184.
Þegar Jónas minnist aftur á verkfærið, kallar hann það
sextung, bls. 215. Ekki hef ég séð neitt orð um þennan
hlut á íslenzku í eldri ritum. í Orðabók Blöndals er til
1) Sjá Ordbog over det danske Sprog', grundlagt af Verner
Dahlerup, udgivet af Det danske Sprog- og Litteraturselskab.
2) Meteora, Lærd. III, bls. 163 neðanmáls.
3) Náttúruskoðari 28, Klp. I, 64, V, 10, Land. 72, 104.