Skírnir - 01.01.1944, Síða 139
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
127
sjöttungsmælir (Stjórnartíðindi fyrir ísland 1891, A 64).
Sextant merkir eftir orðsins hljóðan sjötta hluta, sjöttung.
Sjálfbjartur, bls. 151, er eitt þeirra orða, serti Guð-
mundur Finnbogason teiur til nýyrða í nefndri ræðu sinni
(Skírni 1907), og mun það rétt. Orðið lætur svo lítið yfir
sér, að mér hefði sennilega aldrei dottið í hug af sjálfs-
dáðum, að hér væri um nýyrði að ræða. En við nánari at-
hugun finnur maður, að enginn er líklegri til að leika
þannig á menn en Jónas. Auðvitað hefðu eldri þýðendur
þýtt selvlysende með sjálflýsandi, eins og nú er líka oftast
sagt og ritað! — Orðið er sett með feitu letri, þar sem það
er fyrst notað (bls. 151), og bendir það fremur í þá átt,
að um nýyrði sé að ræða, þó að ekki sé einhlítt að draga
ályktanir af því.
Sjónarhorn hef ég heldur ekki séð í eldri ritum en
Stjörnufræðinni, og er ástæða til að halda, að Jónas noti
orðið fyrstur manna. (Sjá skýringuna neðanmáls á bls. 5:
„Sjónarhorn köllum vér horn það“ o. s. frv.) Það er þýð-
ing úr danska orðinu Synsvinkel.
Sjónarsvið kallar Jónas það svið, sem hægt er að sjá
yfir í sjónpípu, bls. 163. Á dönsku heitir það Kampus eða
Synsmark. í eldri ritum hef ég hvergi séð skýrða bygg-
ingu sjónpípna og því ekkert orð um þetta. Hefur Jónas
tekið þarna algengt orð og gefið því þrengri merkingu.
Magnús Grímsson notar sama orð.1)
Sjónauki, bls. 12, hefur í Stjörnufræðinni merkinguna
Mikroskop. Orðið er vafalaust myndað af Jónasi. Áður
notar hann sjálfur orðið sjóngler í sömu merkingu.2)
Sjónargler í Lærd. II, 233 merkir sama og d. Kikkert.
Sjónauki mun hafa verið notað í merkingunni Mikroskop,
þangað til Bjarni Sæmundsson leysti það orð af hólmi með
smásjá.3) Nú merkir það ætíð sama og d. Kikkert, Tele-
1) Eðlisfræði Fischers, bls. 321.
2) Sjá greinina Af eðlisháttum fiskanna í 2. árg. Fjölnis, bls. 4:
„I hverjum smádropa felast yrmlingarnir þúsundum saman og hefðu
eiliflega dulizt, væru ekki sjónglerin."
3) Sjá Þórb. Þórðarson: Alþjóðamál og málleysur, bls. 303.