Skírnir - 01.01.1944, Page 140
128
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
skop, en ekki kann ég að segja frá því, hvenær sú notkun
orðsins hefst. Hins vegar er orðið sjónpípa, sem Jónas
notar, miklu eldra en hann.1)
Sjónfæri [Optisk Instrument], bls. 159, finnst ekki í
eldri ritum og verður hér talið til nýyrða Jónasar.
Slönguleið kallast leið, er hlutur, sem kastað er eða
slöngvað, fer í loftfylltu rúmi (sjá bls. 92). Á máli stærð-
fræðinga heitir þetta ballistica, den ballistiske Kurve. í
Blöndal er slönguleiðin þýtt Kastevejen, en ekki hefur
mér tekizt að ganga úr skugga um, hvort orðið hefur
verið til á dönsku á dögum Jónasar eða hvort það er til í
dönsku máli. Ekki finnst það í orðabók Dahlerups. Þó er
til Kastebevægelse, notað í dönsku fyrir daga Jónasar, en
hefur víðtækari merkingu en slöngideiðin.2) En hvað sem
þessu líður, er íslenzka orðið áreiðanlega tilbúið af Jónasi.
Smámælir [Mikrometer], bls. 164, 165. Hvergi hef ég
séð orðið í eldri ritum.
Sólbraut er skáldlegasta orð á íslenzku um ecliptica og
líkt Jónasi. í fornu máli er til sólmarkahringur (sjá orða-
bók F’ritzners). Magnús Stephensen talar um gangveg
jarðar.3) I Landaskipunarfræðinni er ecliptica kölluð sól-
argangshringur og sólmerkjahringur, bls. 46. Sólbraut er
fyrst notað á bls. 24 í Stjörnufræði Ursins.
Sólfirring [Elongation], bls. 17, 29, er fjarlægð jarð-
stjörnu frá sólu, séð frá jörðu, í gráðum. Orðið hef ég
ekki séð í eldra riti, enda er auðséð af orðalaginu, að
Jónas er með nýtt orð á seyði: „Það er auðskilið, að fjar-
lægð þessi frá sólu, er vér viljum kalla sólfirring
[Elongation], er misjöfn, eftir því sem jarðstjörnubraut-
in er víð til“, bls. 29. Ekki þekki ég annað orð um þetta í
íslenzku.
Sólganga, bls. 25, 26, er gangur „neðri“ jarðstjarnanna
1) .T. a. m. Náttúruskoðari, bls. 20; Landaskipunarfræðin hefur
sjónarpípu, bls. 64, þó í svigum, notar annars orðið kíkir.
2) Sjá Eðlisfræði Fischers, bls. 44—46.
3) Meteora, Lærd. III, 158.