Skírnir - 01.01.1944, Page 141
Skírnir
Nýyrði í Stjörnufræði Ursins
129
„um þvera sól“. Jónas hefur húiS til orðið. Á dönsku hef
ég ekki séð þetta kallað annað en „Passage forbi Solen“.
Sólkyndlar, bls. 8, heita á latínu faculae. 1 stjörnufræð-
inni, sem Ursin þýddi úr þýzku á dönsku og ég hef haft
með höndum, er talað um Solfakler. Ekki hef ég séð neitt
um þetta fyrirbrigði í eldri ritum á íslenzku.
Aðrar samsetningar af sól-, sem ég hef ekki séð í eldri
ritum, eru þessar:
Sóltími, bls. 194, og
sóltöflur, bls. 81.
Staðvindar [Passater], bls. 38, 175. Ekki hefur mér
tekizt að finna orðið hjá fyrirrennurum Jónasar, og verð-
ur honum eignað það hér.
Nýjar samsetningar af orðinu stjama eru þessar:
Stjörnuhús [Observatorium], bls. 163,
stjörnurolla [Stjernekatalog], bls. 149, sem aldrei hef-
ur verið notað eftir dag Jónasar, og
stjÖmutími, bls. 193.
Sverðbjarmi, bls. 8. Orðalagið þar, sem orðið er fyrst
notað, bendir eindregið til, að það sé nýyrði: „Enn fremur
fylgir sólunni bjarmi sá, er vér köllum sverðbjarma
af lögun hans [,,Zodiacal-lyset“].“
Verkstofa, bls. 145, er nýyrði Jónasar um Laboratori-
um, að því er ég hef getað séð.
Viðvik: „ . . . vér jarðbúar sjáum á mis dálítið inn á
randir þeirrar tunglhelftar, er frá oss snýr; svo er og, að
þegar tunglið er fyrir ofan sólbrautina, sjáum vér mest
af neðri brún þess, og aftur mest af hinni efri, þegar það
er lengst fyrir neðan hana. Þessa breytingu köllum vér
viðvik tunglsins [Libration], af því það víkur sér lítið
eitt við“ (bls. 45). í eldri ritum er ekkert á þetta fyrir-
brigði minnzt. Jónas hefur myndað þetta orð, og síðan
hefur það verið notað í íslenzku.
9