Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 143
Úr dagbókum Sveins Pálssonar
Um Svein Pálsson
Eftir Pálma Hannesson
Suður frá Hólminum í Skagafirði rís hömróttur háls, er heitir
Reykjatunga. Liggur hann upp þaðan eftir héraðinu miðju, milli
Héraðsvatna og Svartár, og er þar allmikil byggð, sem nefnist
Tungusveit. Utanvert er hálsinn hæstur, undan Víðivöllum í Blöndu-
hlíð, en lækkar síðan snögglega, er sunnar dregur, og verður þar
slakki frá vestri, er liggur nærri um hálsinn þveran. Neðst í slakk-
anum, við Svartá, er kirkjustaðurinn Reykir í Tungusveit, en
skammt upp þaðan í hálsinum er bær sá, er á Steinsstöðum heitir,
og horfir túnið móti vestri.
Á þessum bæ, Steinsstöðum í Skagafirði, fæddist Sveinn Páls-
son, hinn 24. apríl 1762. Faðir hans, Páll smiður, var sonur Sveins
Pálssonar prests í Goðdölum, og var hagleikur mikill í þeirri ætt.
En móðir Sveins var Guðrún Jónsdóttir Eggertssonar í Héraðsdal.
Hún var yfirsetukona og talin hafa læknishendur, forvitur og
skáldmælt, eins og frændur hennar ýmsir. Stóðu því að Sveini
ófúnir stofnar öllum megin, en auðsætt er, að hann hefur unnað
móður sinni mest og virt hana um aðra menn fram.
Sveinn var elztur 10 bama þeirra hjóna eða 11, er á legg kom-
ust, en 15 börn fæddust þeim alls, og mun hann því hafa þurft
snemma hendi til að taka. Á uppvaxtarárum hans var eigi björgu-
legt í landi. Pjárkláðinn gekk sem óðast yfir, svo að heilar sveitir
urðu sauðlausar að kalla, meðal annarra Skagaf jörður. Hekla gaus,
og önnur óáran þrengdi fast að. Eigi er þó annars getið en að þau
Steinsstaðahjón hafi komizt allvel af, eftir því sem gerðist, en að
líkindum hafa þó verið litlir kostir í búi þeirra stundum, eins og
annars staðar.
Eigi er næsta viðsýnt á Steinsstöðum, því að tungan tekur úr.
Þó sér vel til vesturfjallanna frá Vatnsskarði að Mælifellshnjúk,
sem rís hátt yfir önnur fjöll. En uppi á Reykjatungu er eitt mesta
útsýni í Skagafirði, og blasir þar við héraðið allt, hinn mikli fjöll-
umglaði fjörður frá blánandi heiðahálsum og út í hafsauga, langt
út fyrir eyjar blár.
Til eru sagnir um það, að Sveinn Pálsson hafi þótt einrænn
9*