Skírnir - 01.01.1944, Page 144
132
Pálmi Hannesson
Skírnir
nokkuð í æsku og jafnvel haft mök við huldufólk eða stundað hól-
göngur, eins og kallað var. Þykir mér hvorttveggja trúlegt. — Ut-
an við Steinsstaðatúnið er hátt og fagurt hamrarið með hlýlegum
gróðurbrekkum, en hólar margir í vestri, og get ég þess til, að hon-
um hafi orðið þar dvalsamt við grös og fugla eða hann hafi legið
úti um hagann og hlustað á hinn höfga dyn Héraðsvatna í fjarska
eða þá gleymt sér við að horfa á skýin skunda um loftið, þegar
annað var þó talið meira aðkallandi. En heima hjá sér hefur hann
heyrt talað um þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson, um rann-
sóknarferðir —• um náttúrufræði — þann hvítagaldur, sem kunni
svör við allri þeirri seiðandi dul, sem spurull barnshugur hans
beindist að. Mér finnst það engin undur, þó að unglingi eins og
Sveini hafi orðið vorkvöldin heldur skömm, og að hann hafi þá átt
útisetur uppi á Reykjatungu með álfum drauma sinna, unz morg-
unsárið brann á Mælifellshnjúk.
Arið 1777, þegar Sveinn var 15 ára, fór hann í Hólaskóla.
Meistari Hálfdán Einarsson var þá rektor, og stóð skólinn með
miklum blóma undir stjórn hans. Dvaldist Sveinn þar 5 vetur, en
vann heima á sumrum og fór þá oft í langferðir, jafnvel suður yfir
fjöll. Vorið 1782, ári fyrir Móðuharðindin, útskrifaðist Sveinn með
ágætum vitnisburði. Var hann nú tvítugur að aldri, og hefði legið
beinast við að hugsa til prestskapar, en ekki virðist hugur Sveins
hafa staðið til þess. Gerði hann ráð fyrir að dveljast hjá foreldr-
um sínum að minnsta kosti um sinn, og næsta vetur var hann við
róðra á Suðurnesjum. Lærði hann þá sjómennsku, og kom það í
góðar þarfir síðar. Nú dundu Móðuharðindin yfir og hafa trúlega
slökkt þá von frekari frama, sem Sveinn hefur að líkindum borið í
brjósti. En haustið 1783 átti Jón Sveinsson landlæknir leið um
Skagafjörð. Kom hann þá við á Hólum, en síðar á Steinsstöðum og
falaði Svein, frænda sinn, fyrir lyfjasvein og nemanda. Mun það
hafa orðið auðsótt, og fór Sveinn suður að Nesi við Seltjöm og
dvaldist þar næstu 4 árin, til 1787. Taldist hann þá fullnuma og
átti kost á prófi í læknisfræði, en eigi hefur honum þótt það full-
nægjandi, og um haustið siglir hann til Hafnar. Dvaldist hann þar
næstu 4 árin og lagði stund á læknisfræði og þó einkum náttúru-
fræði, er fram í sótti, og lauk prófi í þeirri grein vorið 1791, 29 ára.
Var honum þá jafnharðan veittur styrkur til rannsókna hér á landi,
og var það nýstofnað náttúrufræðifélag í Höfn, sem styrkinn
veitti. Kom hann nú heim til íslands að áliðnu sumri og hóf þegar
rannsóknarferðir um landið. Hélt hann ferðum þessum áfram
4 næstu sumur, en hafði vetrarsetu í Viðey hjá Skúla Magnússyni
eða á öðrum höfuðbólum. Safnaði hann ógrynnum af náttúrugrip-
um og sendi þá til Hafnar ásamt ítarlegum rannsóknarskýrslum,
og virðist hann hafa lagt alla stund á að rækja starf sitt eftir ósk-