Skírnir - 01.01.1944, Page 145
Skírnir
Úr dag-bókum Sveins Pálssonar
133
um hinna erlendu styrkveitenda. En árið 1794 var styrkurinn tek-
inn af honum, og verður ekki annað séð en að þar hafi kennt
kaldra ráða Magnúsar Stephensens konferenzráðs, en hver sem þar
hefur mest við sögu komið, þá er þó víst, að þetta var hið versta og
hörmulegasta tilræði, ekki aðeins við Svein sjálfan, heldur og alla
náttúrúfræðiþekkingu þjóðarinnar. Þó að Sveinn hefði nú misst
styrkinn, gafst hann ekki upp, heldur hélt rannsóknunum áfram
næstu ár, unz fátæktin tók í taumana. Enginn er þess kostur hér
að gefa yfirlit yfir rannsóknaferil Sveins Pálssonar, enda átti hann
margt óunnið, þegar hér var komið. Þess skal aðeins getið, að ekki
verður annað séð en að hann hafi verið á góðum vegi með að geta
sér heimsfrægð, ef hann hefði eigi goldið þjóðar sinnar, verið
læstur í fjötra fátæktar, rógsmála og einstæðingsskapar, og rit hans
lögð fyrir róða, unz Jónas Hallgrímsson bjargaði þeim frá glötun
löngu síðar. Hitt er víst, að Sveinn Pálsson verður þrátt fyrir allt
þetta jafnan talinn meðal hinna mestu og merkustu náttúrufræð-
inga þessa lands.
A þessum missirum var Sveinn oft viðloðandi hjá Yigfúsi Thor-
arensen, sýslumanni á Hlíðarenda, föður Bjarna amtmanns. Þar
komst hann í kynni við mágkonu sýslumanns, Þórunni, yngstu dótt-
ur Bjarna Pálssonar landlæknis og Rannveigar Skúladóttur fógeta,
og giftust þau árið 1795. Sveinn var þá 33 ára, en Þórunn 19.
Næsta vor settu þau saman bú að Yzta-Skála undir Eyjafjöllum,
en fluttust ári síðar að Kotmúla í Fljótshlíð og bjuggu þar 18 ár.
Efnin voru næsta lítil í fyrstu, og varð Sveinn að stunda sjóróðra
og smíðar með búskapnum, en hann var hagur og notinvirkur um
allt, eins og hann átti ætt til. Árið 1799 var stofnað læknisembætti
fyrir Suðurland, og náði það frá Selvogi austur að Öræfum með
Vestmannaeyjar í ofanálag. Sveinn fékk embættið, en launin voru
aðeins 64 ríkisdalir á ári, svo að fjárhagslega var ávinningurinn
meira en vafasamur.
Árið 1814 fluttust þau Sveinn að Suður-Vík í Mýrdal og bjuggu
þar síðan til dauðadags. Þeim varð 9 barna auðið, og komust 7
þeirra til þroska, og er sá ættbogi fjölmennur orðinn bæði sunnan-
lands og norðan. Eftir það að Sveinn var orðinn læknir, var hann
löngum að heiman, eins og vænta má. Kom því búsýsla og barna-
uppeldi mest á herðar Þórunni, en hún var skörungur mikill og
höfðingi, eins og hún átti kyn til. Björguðust þau allvel, en voru
eigi efnuð talin, enda var gestanauð mikil á heimili þeirra, og
læknisþóknunin greiddist misjafnt. Ekki varð Sveinn afhuga nátt-
úrufræðinni, þó að kjörin þrengdust. Hann fór margar rannsóknar-
ferðir, auk þess sem hann athugaði í embættisferðalögum, ritaði
nákvæmar dagbækur og dró saman mikinn fróðleik um veðurfar,
fugla og plöntur. Vatnamaður gerðist hann svo góður, að af bar