Skírnir - 01.01.1944, Page 146
134
Pálmi Hannesson
Skírnir
jafnvel í Skaftafellssýslu, og fór jafnan fylgdarlaust yfir ár, hvern-
ig sem á stóð, enda hygg ég, að hann hafi snemma komizt í kast
við Héraðsvötn, því að oft hefur ve#ið teflt þar framarlega á
hlunn, einkum við silungsveiðar, þegar hestar eru notaðir í báts
stað. Árið 1834, þegar Sveinn var 72 ára, lét hann af embætti, en
við því tók Skúli Thorarensen frá Hlíðarenda, systursonur Þór-
unnar. Sýslumaður í Skaftafellssýslu var þá Magnús Stephensen,
faðir Magnúsar landshöfðingja, ungur maður. Bjó hann á Höfða-
brekku í Mýrdal, og var vinátta mikil með þeim Sveini. Árið 1836
andaðist Þórunn, og var hún þá slitin mjög og farin að heilsu. Leið
nú svo tími fram, og gerðist Sveinn ellimóður og einmana. Sagt er,
að Sveinn hafi jafnan þótt nokkuð einrænn og þunglyndur með
köflum, og þótti það ágerast með aldrinum, en í vinahóp var hann
manna glaðastur, og skorti þá hvorki fyndni né fjör. Talinn var
hann forspár, eins og móðir hans, og eru til um það ýmsar sagnir.
Meðal annars komu oft að honum friðleysisköst á undan óhappa-
fréttum.
Þegar Sveinn var heima í Vík, sat hann löngum 1 stofu sinni við
lestur eða skriftir og gaf sig lítt að öðru, nema nauðsyn bæri til,
en jafnan var hann boðinn og búinn að leysa hvers manns raun,
þess er til hans leitaði. Allt fram á síðustu æviár fór Sveinn einför-
um út í náttúruna, og var það mesta yndi hans og harmabót, eins
og Bjarni Thorarensen lýsir í eftirmælum sínum um Svein. Þar
segir:
Orlaga örvar þvi náðu
þig aldrei að fella,
að undanfæri þinn andi
ætíð sér hafði.
Var hann að leikum með liðnum
eða ljósálfum muna,
harmanornir þá heima
hann hugðu að finna.
Eftir áramótin 1840 tók Sveinn að kenna krankleika, en hafði
þó lengst af fótavist, og hinn 5. apríl skrifaði hann enn í almanak
sitt með styrkri hendi. En þegar leið fram um miðjan mánuðinn,
elnaði sjúkdómurinn. Vildu þá synir Sveins vitja Skúla læknis, en
Sveinn vildi það með engu móti. Hann kvaðst eigi vilja ónáða
lækninn, en sér væri ekki lífs von. Engu að síður var Skúli sóttur,
og þegar hann kom, er mælt, að Sveinn hafi sagt við hann: „Eg
ætla að biðja þig, Skúli frændi, að fara austur að Höfðabrekku og
spila við hann Magnús. Honum leiðist, en mér finnst ég ekki geta
dáið, meðan þú ert.“ Þetta varð, og þegar Skúli kom aftur að aust-