Skírnir - 01.01.1944, Síða 147
Skírnir
Úr dagbókum Sveins Pálssonar
135
an eftir nokkra daga, var Sveinn dáinn. Hann andaðist á 78. af-
mælisdaginn sinn, — hinn 24. apríl árið 1840.
Suður-Vík í Mýrdal liggur í þröngum dal, sem horfir móti opnu
Atlantshafinu, og fram undan bænum dunar brimið við dimman
Kötlusand. Beggja vegna í dalnum eru gróðursælar brekkur og
hvammar, sem hjúfra sig upp að hömrum og gnípum, og þó að
þröngt sé í dalnum, er þar undarlega frítt. En þegar upp kemur á
fjöllin, Reynisfjall og Höttu, blasir við sýnum hin stórfenglega nátt-
úra Skaftafellssýslu í öllu sínu veldi og andstæðum: grænir dalir,
ginnhvítir jöklar, svartir sandar og útsærinn í suðri endalaus og blár.
Þama í dalnum lifði Sveinn Pálsson og starfaði lengstan hluta ævi
sinnar. Og þar dó hann eins og hann fæddist — inn í vorið.
Á Þingvöllum
Þýtt af Pálma Hannessyni
Við komum til Þingvalla kl. 41/2 um nóttina, og var ég
svo óheppinn, að loftvogin mín hafði brotnað í sjálfri
beygjunni. Hér lágum við tepptir af óveðri og slyddu
hinn 12., 13. og sunnudaginn 14. [júlí 1793], svo að við
gátum ekkert aðhafzt.
Hinn 15. ritaði ég um ferð mína til Geysis og um jarð-
efnin þar. Auk þess heimsótti ég stiftamtmann og aðra
höfðingja á Alþingi. Stiftamtmaður sagði mér meðal ann-
ars frá grindhval, sem rekið hafði á fjörur hans eða veiðzt
um vorið og drepizt af burði. Kálfurinn hékk enn í burðar-
Iiðnum og var óvenjulega stór. Hafa sjávardýrin þá líka
syndgað, eða eiga þau að friðþægja fyrir mennina, fyrst
kvendýrum þeirra er refsað á sama hátt og Evu?
Hínn 16. fór ég með prestinum á Þingvöllum, sr. Páli
Þorlákssyni, allra vænsta manni, ýmsar smáferðir um ná-
grennið og þó einkum í Snókagjá, sem kunn er fyrir fjöl-
gresi. Hún er hliðargjá eða útskot frá Almannagjá og að
innanverðu vaxin fegursta grasi og skógi. Þó fann ég þar
fátt óvenjulegt, nema æruprís (veronica fructiculosa, loc.
laciniis æqvalibus, og officinalis og spicata), Azolla yro-