Skírnir - 01.01.1944, Page 148
136
Pálmi Hannesson
Skírnir
cumbens, mikið af aðalbláberjalyngi (vaccin. myrtillus),
grasvíði (salix herbacea) og fleira. — Velnefndur prest-
urinn sagði mér meðal annars frá því, að holurt (cucub. be-
hen.) væri gott hægðameðal, ef hún væri drukkin sem te, og
væri því kölluð laxérarfi, en annars staðar væri hún nefnd
blóðarfi. Auk þess sagði hann mér, að hrafnaklukka (car-
damine pratensis) flýtti fyrir fæðingum, ef drukkið væri
af henni seyði, og bakstur (Kataplasma) væri lagður við
kviðinn að neðan, en seyði af burnirót (sem heitir rho-
diola rosea) kvað hann vera fyrirtaks meðal við doðasótt.
Það er sjúkdómur, sem leggst á mjólkurkýr skömmu eftir
burð. Seinni part dagsins fór ég enn út, einkum í því
skyni að athuga ýmsar fornaldar- og miðaldaleifar á þess-
um forna og æruverða stað. Rétt fyrir austan túnið á
bænum opnast gjá, grasi vaxin í botninn, þar sem galdra-
menn og konur voru brennd lifandi allt fram í byrjun
þessarar aldar. Askan sést hér enn, því að í síðasta jarð-
skjálfta hefur opnazt dálítil rifa eftir botni gjárinnar.
Almennt er talið, að til þess að brenna mann upp til ösku
hafi þurft 20 hestburði af hrísi, og hefur kostnaðurinn
við það væntanlega verið lagður út af eftirlátnum eig-
um hins seka. Prófessor Árna Magnússyni, þeim merka
manni, sem ferðaðist hér á landi í upphafi þessarar aldar,
ber framar öðrum heiður fyrir það að hafa komið af þess-
ari villimennsku.
Örlitlu austar er komið á hið forna Lögberg.1) Það er
allhár, langur og nálægt 20—30 álna breiður klettur, milli
tveggja djúpra og breiðra gjáa með vatni í, og sameinast
þær að norðanverðu, svo að ekki er hægt að komast á
þennan stað nema aðeins frá suðri. Þessi klettur er slétt-
ur og grasi gróinn að ofan, nokkru hærri um miðjuna, og
sést þar fyrir ævagamalli tóft. Hér voru allir dómar kveðn-
ir upp til forna undir berum himni, og máttu engir nema
dómararnir stíga á þennan helga stað. Málsaðilar söfnuð-
ust aftur á móti meðfram gjánum að austan og vestan.
1) Sveinn talar hér um „Lögbergið“ á Spönginni.