Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 149
Skírnir
Úr dagbókum Sveins Pálssonar
137
Þetta var ágætur staður og gerSi hvort tveggja, að inn-
ræta fólki eins konar óttablandna virðingu á staðnum, en
jafnframt kom það í veg fyrir róstur, sem annars voru
tíðar á slíkum stöðum 1 heiðnum sið. Skammt fyrir vestan
Snókagjá, fast við einstígi það upp úr Almannagjá, er
Langistígur nefnist, sést staðurinn, þar sem þjófar voru
hengdir á fyrri tíð. Var þá lagt tré milli tveggja samhliða
kletta, sem eru hálfur annar faðmur á hæð. Beinagrind-
urnar rekast fram hingað og þangað úr sprungum, sem
hafa nýlega myndazt. Þarna rétt hjá má greinilegast sjá
hraunlögin í norðurbarmi Almannagjár. Þau eru hér sem
víðast annars staðar um 20 talsins og skiptast þannig á,
að annað er jafnan þunnt, mjög holótt og brunnið, en hitt
miklu þykkra, ekki eins hraunkennt og líkara blágrýti, en
þó holótt, með gjallskán beggja vegna. Sums staðar eru
mjög háir, uppréttir stuðlar, en annars staðar er því lík-
ast sem þeim sé hlaðið upp í vegg, nokkurra álna þykkan.
Víða má mæla 3 og 4 álnir, sem norðurveggur gjárinnar
hefur hækkað, eða réttara sagt suðurbarmurinn lækkað í
jarðskjálftanum 1789. Örlitlu vestar en þetta steypist
Öxará niður í gjána, og er hún hefur runnið kippkorn
eftir henni, sker hún sig gegnum suðurbarmínn, en þar
ofan við verður líkt og svelgur. Þar var áður glæpakon-
um drekkt. Vestur þaðan er gjáin breiðust og fegurst og
á þessum tíma þakin tjöldum og búðum þeirra, er ríða til
þings. Lækjasteinbrjótur einn (saxifraga rivularis) var
það merkasta, sem ég fann í þessari ferð.
Hinn 17. fór ég til Viðeyjar í sjálfs míns erindum og
kom þaðan aftur hinn 19. snemma dags. Á leiðinni um
Mosfellssveitina fann ég nokkuð af mýrasóley, með útaf-
liggjandi stöngli (viola palustris caula prostrata). Sama
dag, eða hinn 19., var yfirrétturinn haldinn, og var þar
dæmt í aðeins einu þjófnaðarmáli, en tvö ár voru liðin frá
því, er dómi undirréttar hafði verið fullnægt. Þennan rétt
skipa 7 menn: stiftamtmaður, sem var forseti, þrír synir
hans, og er einn þeirra lögmaður, annar varalögmaður og
hinn þriðji varanotarius við yfirréttinn með atkvæðis-