Skírnir - 01.01.1944, Side 150
138
Pálmi Hannesson
Skírnir
rétti, eins og hinir, og hefur konunglega skipun, enda
þótt hann hafi ekki lokið prófi í Kaupmannahöfn. Auk
þess eru í réttinum tveir sýslumenn, sem báðir eru systur-
synir amtmanns, og loks einn einasti sýslumaður, sem
ekki telst til f jölskyldunnar. Hver þeirra fær 10 ríkisdali
úr réttarsjóði fyrir það að sitja í þessum skringilega rétti
í örfáa klukkutíma.
Hinn 20. fór ég enn eina ferð um þær hliðargjár, sem
ég hafði ekki komið í áður. Þar fann ég meðal annars í
djúpri sprungu, þar sem sól nær aldrei að skína, dálítið af
melskriðnablómi með uppréttum stöngli, en annars er það
ætíð, þar sem ég hef séð, með jarðlægum stönglum (cauli-
bus prostratis), óvenjulega stórt skriðnablóm (arabis alp-
ina) og stjörnusteinbrjót, og á honum voru skálparnir með
þremur trjónum. Aðrar plöntur voru hér einnig óvenju-
lega hávaxnar. Þennan dag voru hinar svonefndu kóngs-
sakir teknar til meðferðar á þinginu, tilskipanir, fyrir-
mæli og þess háttar lesið upp o. s. frv. Athugull maður
þarf ekki að dveljast lengi hér á landi til þess að sjá,
hversu allar tillögur háyfirvaldanna varðandi hag lands-
ins, jafnt í andlegum sem veraldlegum málum, eru hafðar
seín undirstaða undir öllum opinberum afskiptum, því að
nú er ekki lengur sinnt skýrslum allra embættismanna til
stjórnardeildanna, svo ómissandi sem þær þóttu þó fyrir
nokkrum árum, til þess að kynnast hinu rétta ástandi
landsins. Og nú er ennfremur sagt, að þessar skýrslur
eigi eftirleiðis allar að ganga í gegnum hendur stiftamt-
manns, til þess að hann geti samið þær álitsgerðir, sem
hann telur í beztu samræmi við fyrirætlanir sínar. Það er
til mikils skaða fyrir almenning, að skýrslum þeirra, sem
bezt þekkja hagi landsins, er annaðhvort enginn gaumur
gefinn eða þær eru ekki hafðar að neinu. Enginn neitar
því, að stiftamtmenn vilji af alhug landsins gagn, en hitt
orkar mjög tvímælis, hvort þeir viti, hvar skórinn kreppir
mest í hinum lágreistu kotum, eins vel og óæðri embættis-
menn, sem oft gera ekki betur en komast af með sínum
litlu tekjum.