Skírnir - 01.01.1944, Page 151
Skírnir
Úr dag'bókum Sveins Pálssonar
139
Hinn 21. hlýddum við messu á Þingvöllum. Sama dag
ritaði ég Náttúrufræðifélaginu og sendi því um leið sýnis-
hornin, sem ég hafði tekið við Geysi, svo að þau kæmust
með skipinu frá Reykjavík. Hinn 22. bjuggumst við til þess
að halda aftur austur á bóginn. Fyrst skruppum við þó í
svonefnda Smáragjá. Þar, og hvergi annars staðar, vex
ferlaufa smári (paris quadrifolia). Er líklegt, að hann
hafi verið fluttur þangað frá útlöndum. Nokkuð vex þar
einnig af dýragrasi (gentiana nivalis). Skötugjá heitir
sprunga með vatni skammt í burtu, og dregur hún nafn
af því, að í fyrndinni átti að hafa verið lítil vatnsgjá í
baðstofunni á Þingvöllum, og mátti þar dag hvern veiða
svo mikinn silung sem þurfti til matar næsta dag. En
ágjarn bóndi á bænum ætlaði einhverju sinni að veiða
meira, og var honum refsað með því, að hann fékk skötu
á öngulinn. Nú er skatan sjaldséður fiskur í ósöltu vatni.
Var bóndi því hræddur og lét kasta skötunni í þessa
Skötugjá, en gjáin í baðstofunni var fyllt eftir þetta og
hefur aldrei síðan verið notuð til silungsveiða.
Kafli úr lýsingu Hegranessýslu
Þýddur af Pálma Hannessyni
Enda þótt ísinn komi ekki í sumum árum, geta haldizt
sífelldar þokur að vorinu vikum saman, og eru þær með
tvennu móti. Fjallaþoka er það nefnt, þegar þoka er á
fjöllum á daginn, en hvergi annars staðar, svo að sólin
getur skinið jafnt og þétt í byggðum, en engin úrkoma
úr þokunni á f jöllunum. Stundum getur þó loft verið þykkt
samfara þessu, en þá líður ekki á löngu, áður en veður
breytist. En á kvöldin sígur þokan hægt niður undir
byggðina og leggst yfir hana. Fylgir henni þá fíngerður
og þéttur úði. Tíðast andar með þessari þoku hægur norð-