Skírnir - 01.01.1944, Side 152
140
Pálnii Hannesson
Skímir
angustur á næturnar, en stinningsgola af hafi á daginn.
Hin önnur þoka kallast dalalæða og kemur eftir heita
daga með heiðskíru lofti og stundum hægri hafgolu seinni
partinn, en á kvöldin er ætíð kyrrt. Vita menn þá ekki
fyrri til en allt í einu er orðið fullt af þoku neðst í byggð-
inni og dölunum. Og í stað þess, að fjallaþokan sígur nið-
ur eftir hlíðunum, þegar kvölda tekur, þá stígur dalalæð-
an upp eftir þeim, en nær þó aldrei upp á fjallabrúnirnar.
Enginn, nema sá er séð hefur, getur trúað því, hve furðu-
legt og tignarlegt þetta er á að sjá, þegar staðið er uppi
á einhverju fjalli, sem rís upp úr þokunni, og horft yfir
hin miklu þokuhöf, er í fjarska renna saman við sjálfan
himinblámann, en litlar eyjar gægjast alls staðar upp.
Stundum ýrir fíngerðum úða úr þessari þoku, en oftast er
hún þó þurr. Fyrir, um og eftir sólaruppkomuna tekur
þokan óvörum að eyðast. Bæði leysist hún þá upp og
blandast loftinu við yl sólarinnar, unz hún hverfur, en
einnig rennur oft á, undir sólarupprásina, einhvers konar
jökulgustur, sem helzt um tveggja stunda bil, en nægir þó
til þess að reka þokuna aftur út til sjávar. Eftir það gerir
logn, sólin glöð og blíð stígur upp, og fyrstu geislar henn-
ar endurvarpast nærri því allir frá döggvotu skauti jarð-
arinnar að auga hins sljóva manns, líkt og þeir vildu
minna hann á óþreytandi gæzku skapara síns. Ó, hve un-
aðslegt er að vekja þannig upp á manndómsárum sínum
minningar frá æskudögunum um þá dýrð náttúrunnar,
er þá var oft augum leidd með þarnslegri gleði. — Heið-
myrkur nefnist þoka annars almennt, þegar heiðskírt er
og kyrrt, en neðstu loftslögin full af þurraþoku. Hvorki
heiðmyrkúr né dalalæða verða nema eftir heita daga, en
þá, seint á kvöldin, tekur þokan að stíga upp frá sjó og
vötnum, mýrum og lindum. Þessi tegund þoku er miklu
sjaldgæfari á Norðurlandi að vetrinum en í öðrum lands-
hlutum, einkum Suðurlandi. . . .