Skírnir - 01.01.1944, Side 153
Skírnir
Úr dagbókum Sveins Pálssonar
141
Gengið á Öræiajökul
Þýtt af Jóni Eyþórssyni
Hinn 11. ágústmánaðar [1794] vorum við á fótum löngu
fyrir sólarupprás í því skyni að ganga á hið mikla fjall
Öræfajökul, sem Eggert Ólafsson telur jafnvel hæsta fjall
landsins (bls. 782). Veður var alveg kyrrt og ekki ský á
lofti. Ég festi miða á tjaldið með tilkynningu um ferða-
lag okkar, ef við skyldum verða til á jöklinum, og hélt
síðan af stað við þriðja mann frá eyðibýlinu Kvískerjum
kl. 5% að morgni, útbúinn með loftvog, hitamæli, lítinn
áttavita, oddhamar, jöklabroddstaf og 8 faðma langan
vað. Leið okkar lá fyrst upp eftir allbröttum undirhlíð-
um. Loks komum við að jökulbrúninni, er kl. var 8%, og
hvíldum okkur þar á dálitlum hól. Við rætur hólsins uxu
stöku plöntur af hinu fagra fjallablómi rcmuncvlus niva-
lis1) upp úr einberum aurnum, og höfðu sumar þegar fellt
blómin. Á hinum nýútsprungnu voru krónublöðin snjó-
hvít, en á hinum eldri voru þau safrangul og loks rauð.
Hef ég ekki áður rekizt á hana til fjalla sunnanlands. Hér
óx hún ofan við geldingahnapp (statica armeria), sem
ekki var ennþá útsprunginn á þessum slóðum, og meira
að segja fyrir ofan hið smávaxna smjörlauf (salix herba-
cea), sem allajafna heldur þó efsta sætinu, næst skófun-
um, á háfjöllum íslands. Loftvogin hafði fallið úr 28" 4)4'"
á Kvískerjum í 25" á hólnum fyrrnefnda, og hiti
var þar 8^/2° á Réaumur. Jökulbrúnin hafði bersýnilega
rekizt á hólinn að ofanverðu og ekið á undan sér dálítilli
öldu nærri því upp í miðja brekkuna, en hörfað síðan
nokkra faðma aftur á bak.
Við lögðum svo á jökulinn allir þrír, eftir að við höfð-
um bundið okkur í vaðinn með tveggja faðma millibili, til
þess að geta hjálpað hver öðrum, ef einhver skyldi falla
ofan í sprungu. En við höfðum vart gengið fjörutíu skref,
1) Einhver sóleyjartegund, líkl. jöklasóley.