Skírnir - 01.01.1944, Síða 154
142
Jón Eyþórsson
Skímir
er við heyrðum skammt fyrir vestan okkur hinn ferlegasta
skruggugný, og var svo að heyra sem hann æddi eftir
endilöngum jöklinum frá suðri til norðurs, og varaði þetta
í meira en mínútu. Við fundum greinilega, hvernig ísinn
nötraði undir fótum okkar, svo að félögum mínum var
næst skapi að snúa við, en hin meðfædda löngun mín til
að ganga upp á hájökla þessa brýndi mig til þess að láta
ekkert aftra mér frá því að ná settu marki, þótt för okk-
ar heftist örlitla stund við reiðarslag þetta. Síðar kom-
umst við að raun um, að hvellurinn var svonefndur „jökla-
brestur“, er kom af því, að jökulísinn hafði sprungið og
sunkað niður á 1/2 mílu löngum kafla báðum megin við
fjallgeil þá, er Kvíárnar koma úr og áður getur í þessari
grein. Við héldum áfram upp eftir suðausturhalla jökuls-
ins, þar sem brattinn var minnstur, fórum fram hjá
nokkrum svörtum móbergsklettum upp úr ísnum og yfir
fjöldamargar sprungur, sem ekki sást til botns í. Loftið
tók nú, eins og vant er á slíkum stöðum, að verða of þunnt
og alltof létt um andardráttinn. Annar félaga minna varð
svo kvíðafullur og syfjaður, að við urðum loks að skilja
hann eftir, og féll hann jafnskjótt í svefn og hann fleygði
sér niður á beran snjóinn. Hinn fylgdarmaðurinn, sem að
upplagi átti vanda fyrir hjartverk og þunglyndi 0g auk
þess var fullur af kenjum, varð því léttari í lund og kátari
sem við komum hærra og fann ekki til neinna óþæginda
eða þreytu vegna loftsins. Loks komumst við upp á suð-
austurhnúk jökulsins kl. 11%, en hann er ásamt þrem eða
fjórum öðrum hnúskum vestar og norðar ekkert annað en
barmar á geysivíðri gígskál, því að allir standa þeir í
hvirfingu og lykja um breiðan og grunnan dal. Hnúkar
þessir eða hnappar ofan á jöklinum eru svo brattir, að
jökulfillan hefur sprungið eða hrunið utan af þeim, svo
að svartir, kolbrunnir klettar koma í ljósmál, en bera samt
jökulhatt á kollinum. Flestir þessir hnúkar eru ógengir,
sakir þess að menn eiga á hættu að falla í hyldýpisgjár
við rætur þeirra, ef þeim verður á að misstíga sig. Loft-
vogin var nú komin niður á 22" 6'" og hafði fallið alls um