Skírnir - 01.01.1944, Side 155
Skírnir
Úr dag'bókum Sveins Pálssonar
143
5" 10%"' frá Kvískerjum. Hitinn var 11 %° og loftið tært,
en vindur hvass og kaldur á norðvestan. Áttavitinn virtist
ótruflaður, og var áttaskekkja hans nákvæmlega tvö strik.
Útsýnið var auðvitað dásamlegt. Sáum við yfir alla norð-
austurjöklana og Hornafjarðarjöklana ásamt afstöðu
Mávabyggðafjallsins í jöklinum, skammt norðvestur af
Breiðamerkurfjalli. Mávabyggðir líta út fyrir að vera
mjög svartar og eldbrunnar. Liggja frá þeim tvær aur-
rákir, er brátt renna saman í eina, og nær hún suðaustur
þangað, sem Jökulsá kemur undan Breiðamerkurjökli.
Norður af Hornafjarðarjöklunum sást kollurinn á Snæ-
felli. í vestri sást yfir allan Eyjafjallajökul, en vegna
hæðarinnar var sem allt láglendið væri sveipað rökkri.
Til norðurs gátum við ekkert séð vegna hnúkanna, sem
áður getur. Ég veitti einkum athygli falljöklinum áður-
nefnda, sem skriðið hefur niður rétt austan við Kvísker.
Yfirborð hans virtist allt vera alsett bogadregnum rákum,
er lágu þvert yfir jökulinn, einkum uppi við meginjökul-
inn, og vissu bogakúpurnar fram að láglendinu, alveg eins
og falljökull þessi hefði runnið fram hálfbráðinn eða sem
þykkt, seigfljótandi efni. Skyldi þetta ekki vera nokkur
sönnun þess, að ísinn sé í eðli sínu, án þess að bráðna,
fljótandi að nokkru leyti, líkt og ýmsar tegundir af harp-
ixi, eins og ég lét í ljós í undanfarandi grein?
Uppi á hájöklinum var jökulísinn úr eintómum þunnum
smáflögum, en neðar, þar sem hitans nýtur betur, er hann
kornóttur eða líkastur grjónum. í mæligleri, sem stungið
var með kúluna ofan í snjóinn, féll kvikasilfrið niður í
1/2 hitastig, og sýnir það, að dálítil leysing á sér jafnvel
stað á þessum háu jökulfjöllum. Þrátt fyrir hitastig það,
sem ofan greinir, gátum við samt ekki haldizt við fyrir
nístandi kulda og urðum að snúa við kl. 12 á hádegi sömu
leið ofan eftir. Nokkru neðan við hájökulinn, þar sem
hlíðin lá í skjóli fyrir vindinum og vissi móti geislum há-
degissólarinnar, var snjórinn samt orðinn svo gljúpur
þessa stuttu stund, að við sukkum upp í hné jafnvel þar,
sem jökullinn virtist harðfrosinn og ekki hafði markað